Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 87 Sjálfbær framtíð M eð heimsmarkmiðunum hefur heimurinn sett sér markmið um hvernig heimurinn eigi að vera árið 2030. Markmiðin byggja á núver- andi þörfum og þörfum mörg ár fram í tímann. Þau verða að byggja á því sem við getum áætlað um ástandið í heiminum árið 2030 og framvegis til að gera áætlanir um og framkvæma réttar aðgerðir á réttum stöðum. Til að gera það þurfum við að greina á milli skoðana og staðreynda, þess sem við vitum og þess sem við þykjumst vita eða höldum. 33 Ef við göngum út frá því að til sé hlutlægur veruleiki sem er hægt eða ætti að vera hægt að mæla, um það eru flestir sammála í dag, er umræðan um sjálfbæra þróun ef til vill skýrasta dæmið um það þegar vísindi og pólitísk umræða eru ekki eins samstíga og æskilegt væri. Tökum loftslagsbreytingar sem dæmi. Það er löngu vitað að styrkur koltvísýrings í andrúms- loftinu hefur aukist. Fyrir meira en 50 árum síðan setti framsýnn vísindamaður að nafni Charles D. Keeling upp mælistöð uppi á fjallstoppi á Hawaí, langt úti í Kyrrahafinu, til að lágmarka áhrif mann- legrar starfsemi á niðurstöður mælinganna. Alla tíð síðan höfum við fengið mánaðarlegar niður- stöður um styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu. Allt frá árinu 1958, þegar Keeling hóf mæl- ingar sínar, hefur styrkur koltvísýrings hækkað úr 320 ppm 34 í 400 ppm. Fyrir iðnbyltinguna var styrkurinn 280 ppm. Jarðfræðirannsóknir hafa sýnt að styrkurinn hefur sennilega ekki verið svona mikill í þrjár milljónir ára, kannski ekki frá ólígósen-skeiðinu, en því lauk fyrir 23 milljónum ára. Við höfum einnig lengi þekkt til tengsla milli styrks CO2 í andrúmsloftinu og hitastigs á jörðinni. Það var Svante Arrhenius, fyrsti sænski Nóbelsverðlaunahafinn, sem uppgötvaði þessi tengsl í lok 19. aldar og þetta hafa vísinda- menn seinni tíma staðfest á fræðilegan jafnt sem raunhæfan hátt. Þrátt fyrir yfirgnæfandi gagnamagn um að hækkun meðalhita jarðar sé af völdum vaxandi gróðurhúsaáhrifa af manna völdum, og þrátt fyrir að allt bendi til að afleiðingar hlýnunar jarðar verði gríðarlegar, var það ekki fyrr en undir lok ársins 2015 að samkomulag náðist á heimsvísu um að sporna gegn hlýnuninni. Losun og styrkur koltvísýrings í andrúms- loftinu fer stöðugt vaxandi. Það sama á við um meðalhitastig á jörðinni. Hlýnun jarðar er bara eitt þeirra sviða sem hagvöxtur og þróun undan- farinna 200 ára hefur haft neikvæð áhrif á, séð frá vistfræðilegu sjónarhorni. 33) Í upphafi þessarar bókar er fjallað um hve auðveldlega fyrirfram myndaðar og rangar hugmyndir um heiminn stjórna umræðum og heimsmynd. 34) PPM, parts per million (milljónustuhlutar)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=