Verður heimurinn betri?
VERÐUR HEIMURINN BETRI? 83 DÆMI: DREGUR SAMAN EÐA Í SUNDUR? Hugsið ykkur þrjú lönd: Land A er fátækast með 1500 dali á hvern íbúa. A hefur þó vaxið um 5% á ári síðan 2006. Land C er ríkast með 40.000 dali á hvern íbúa. C hefur aðeins vaxið um 2,8% á ári. Þó hefur VÞF í C hækkað um 8.000 dali á hvern íbúa, en A hefur einungis fengið um 500 dölummeira á hvern íbúa á ári. Þar sem þróunin er hraðari í A mun það á endanum ná C þó það taki sinn tíma. Og raunverulegur munur mældur í fjárhæðummun halda áfram að aukast. Í þessu tilviki munu líða 130 ár áður en draga fer úr mismuninum. Í landinu B er þróunin enn hraðari og upphafsstaðan betri. B er þegar með 10.000 dali á hvern íbúa. Fyrir landið B mun það taka 15 ár áður en það fer að draga á C, einnig í fjárhæðum talið, og árið 2050 mun B fara að nálgast. Það þýðir að hlutfallslega stefnir þróunin í átt til jöfnuðar meðan munurinn mældur í fjárhæðum heldur áfram að aukast - eða með öðrum orðum - til lengri tíma litið erum við á leið til meiri jöfnuðar, jafnvel þótt raunverulegur munur haldi áfram að aukast lengi enn. Ójöfnuður í heiminum bæði eykst og minnkar á sama tíma. 0% 1% 2% 3% 4% 5% 6% 7% Land A Land B Land C Árleg hagvaxtaraukning 25 000 50 000 75 000 100 000 2015 2020 2025 2030 2035 2040 2045 2050 C B A Framtíðarþróun með núverandi hagvaxtarhraða 10000 20000 30000 40000 VÞF á íbúa 2006 2014 Land A Land B Land C Skýring: Land A svarar til lágtekjulanda í dag. Land B svarar til millitekju- landa og land C samsvarar hátekjulöndum. Land C er núna fjórum sinnum ríkara en land B en miðað við núverandi vöxt mun B ná því innan 50 ára. En þrátt fyrir að vöxturinn í landi A sé hraðari en í C heldur raun- verulegur munur áfram að aukast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=