Verður heimurinn betri?

82 VERÐUR HEIMURINN BETRI? vissulega ekkert breytast. En ríkara fólkið myndi þá auka forskot sitt, talið í evrum og krónum. En þetta hefur einmitt gerst í flestum löndum heimsins (sjá samanburð í rammagrein). Báðar reikningsaðferðirnar eru mikilvægar og varpa ljósi á mismunandi þætti. Misskipting mælist ekki bara í efnahagsþáttum Að vanda er ekki nóg að líta á efnahagsstærðir til að ná utan um misskiptingu í heiminum. Enn er mikill munur á heilbrigðisástandi. Ójöfnuður í heilbrigðismálum og menntun Dánartíðni barna Dánartíðni mæðra (áhætta)* VÞT á hvern íbúa** Meðalævi- lengd Lágtekjulönd 7,6% 2,50% 1.600 61 Hátekjulönd 0,46% 0,01% 46.131 81 Mismunur 16x 250x 29x 20 ár Angóla 15,7% 3,13% 6.470 52 Svíþjóð 0,3% 0,01% 48.700 83 Mismunur 52x 403x 8x 31 ár »Hættan á að láta líf ið vegna þungunar er næstum 400 sinnum meiri í Angóla en í Svíþjóð.« og ójöfnuður í tekjum fylgjast langoftast að. Börn frá fátækum heimilum eru í meiri hættu á að deyja ung, eða missa mikilvæg ár úr skóla vegna sjúkdóma. Ef miðað er við heilbrigðismál er mis- skiptingin í heiminum að sumu leyti meiri en efnahagsleg misskipting. Hættan á að láta lífið vegna þungunar er næstum 400 sinnum meiri í landi á borð við Angóla en í Svíþjóð og fyrir börn er hættan á að deyja fyrir fimm ára aldur 50 sinnum meiri. Þróun í átt að minni ójöfnuði er þó nokkru hraðari á heilbrigðissviði en tekjusviði. MISSKIPTING MÆLD MEÐ ÓLÍKUM AÐFERÐUM Heimild: World Development Indicators, Alþjóðabankinn. * Dánartíðni mæðra sýnir hættu kvenna á að deyja í tengslum við meðgöngu og barnsburð. ** VÞF á hvern íbúa leiðrétt í samræmi við kaupmátt í dölum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=