Verður heimurinn betri?

80 VERÐUR HEIMURINN BETRI? hnattræn misskipting milli einstaklinga en ekki ríkja. Samkvæmt henni er ójöfnuður í heiminum enn meiri en samkvæmt báðum fyrrnefndu að- ferðunum, og staðan hefur lítið breyst undanfarin 30 ár (sjá þróun C hér á eftir). Niðurstöðurnar fara eftir því hvað mælt er. Upphæðir eða hlutfallslegur munur? Það skiptir einnig miklu máli hvernig munurinn er metinn. Að mæla tekjumun í hlutfallstölum 31 eða upphæðum 32 gefur oft mjög ólíkar myndir. Hér sigla umræðurnar venjulega í strand, hver er rétta mæliaðferðin? Í þessari bók er því haldið fram að nauðsynlegt sé að nota báðar mæliað- ferðirnar, enda varpa þær oft ljósi á ólíka hluti. Það er mikilvægt að mæla hlutfallslegan mun til að skilja hvert stefnir. Þá er til dæmis hægt að bera saman ríkustu 10 prósentin og fátækustu 10 prósentin til að sjá hvernig munurinn breytist yfir tíma. Samkvæmt þessari mæliaðferð breikkar bilið hratt í heiminum. En ef við veljum að bera saman fátækustu 50 prósentin og ríkustu 50 prósentin verður niðurstaðan önnur. Algengasta viðmiðið um ójöfnuð er kallað GINI-stuðullinn. Hann mælir muninn milli allra tekjuhópa samtímis. Ef GINI-stuðullinn er 0 hafa allir nákvæmlega jafn miklar tekjur. Ef GINI-stuðullinn er 1 hefur einn einstaklingur allar tekjurnar. Öll lönd eru einhversstaðar þarna á milli. GINI-stuðullinn er heldur ekki fullkomin aðferð til að mæla mismun. Hann getur falið mikinn mismun. Ef tekjuhóparnir í miðjunni stækka getur virst sem dragi úr misskiptingu fyrir alla íbúa landsins þó þeir allra fátækustu dragist Hnattrænn ójöfnuður mældur með þremur aðferðum GINI 0,70 0,60 0,50 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 C B A 31) Til dæmis hversu mörgum sinnum ríkari þeir ríkustu eru miðað við þá sem fátækastir eru, hlutdeild þeirra fátækustu í heildartekjum eða GINI. 32) Raunverulegur munur í evrum og centum. Munur á meðaltekjum milli landa (GINI): A: Án tillits til íbúafjölda. B: Tillit tekið til íbúafjölda. C: Tillit tekið til íbúafjölda og skiptingar í hverju landi fyrir sig. Það sem mælt er hefur áhrif á þróunina. Allar mæliaðferðirnar eiga það sameiginlegt að hnattrænn ójöfnuður er meiri en í hverju landi fyrir sig. Í öllum löndunum er GINI-gildið lægra en fyrir allan heiminn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=