Verður heimurinn betri?

Hvað veist þú um heiminn? Spurningaleikur: 1. Næstum því fjórir af hverjum tíu (38%) bjuggu við örbirgð árið 1990, hvert er hlutfallið í dag? a) 10 prósent b) 30 prósent c) 50 prósent 2. Hver er meðalævilengd í heiminum? a) 52 ár b) 62 ár c) 72 ár 3. Í hvoru landinu er dánartíðni barna lægri? a) Víetnam eða Egyptalandi b) Tyrklandi eða Malasíu c) Svíþjóð eða Singapúr d) Hvíta-Rússlandi eða Bandaríkjunum 4. Jarðarbúar eru u.þ.b. 7,6 milljarðar. Hvað er búist við að við verðummörg árið 2050? a) 8 milljarðar b) 10 milljarðar c) 12 milljarðar 5. Hvað er búist við að jarðarbúar verði margir árið 2100? a) 11 milljarðar b) 15 milljarðar c) 18 milljarðar 6. Í hvaða landi er hlutdeild kvenna á þjóðþinginu hæst? a) Svíþjóð b) Japan c) Rúanda 7) Þróunaraðstoð á heimsvísu nemur 143 milljörðum dala. Hversu miklu fé er varið til hernaðarmála? a) 70 milljörðum dala b) 700 milljörðum dala c) 1.700 milljörðum dala 8. Hversu stór hluti allra barna sem ganga í skóla eru stúlkur? a) 10 prósent b) 25 prósent c) 50 prósent 8 VERÐUR HEIMURINN BETRI?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=