Verður heimurinn betri?

78 VERÐUR HEIMURINN BETRI? H eimurinn er óréttlátur staður. Mögu- leikar á velgengni í lífinu, já bara að ná fullorðinsaldri, eru mjög háðir því hvar og hvenær þú fæðist og hverjir foreldrar þínir eru. Þó örlögin ráði vissulega ekki lífi þínu, eru forsendur þeirra sem fæðast í dag aðrar en þeirra sem fæddust á 19. öld, á sama hátt eru forsendur þeirra sem fæðast einhversstaðar á Norðurlöndum aðrar en þeirra sem fæðast úti í sveit í Suður-Afganistan. Staða foreldra þinna, tekjur þeirra og bakgrunnur hefur einnig áhrif á tækifæri þín í lífinu, mismikil milli landa en þetta skiptir máli hvar sem þú átt heima. Hafa þessir þættir eitthvað að segja og er hægt að mæla mismuninn og segja eitthvað um hvort hann eykst eða minnkar? Eykst misskiptingin eða minnkar? Allir eru sammála um að eignum og tekjum heimsins er misskipt. En hvort misskiptingin fer vaxandi eða minnkandi og nákvæmlega hversu mikil hún er, fer eftir því hvað er mælt, hvernig er mælt og hverjir eru mældir. Það er gríðarlega flókið verkefni að meta mun á rúmlega sjö millj- örðum jarðarbúa. Niðurstöðurnar fara eftir því hvaða viðmið eru notuð. Venjulega þarf að beita fleiri en einni mæliaðferð til að skilja raunveruleikann í heild og oft stangast niðurstöðurnar á. Allar tilraunir til að nota aðeins eitt viðmið til að ná utan um hnattrænan ójöfnuð eru dæmdar til að misheppnast. Tekjur eða eignir Samkvæmt skýrslu bresku samtakanna Oxfam um eignir í heiminum, á ríkasti hundraðshlut- inn af íbúum jarðarinnar næstum því helming eigna í heiminum og hinn helmingurinn er þá í eigu 99 prósenta jarðarbúa. Í dag eiga áttatíu ríkustu einstaklingarnir jafnmikið og helmingur jarðarbúa. 30 Enginn vafi leikur á því að eignum heimsins er gríðarlega misskipt, og ef þetta viðmið er notað til mælinga virðast auðæfi jarðar í æ ríkari mæli safnast á hendur færri og færri einstaklinga. En það er erfitt, nánast ógerlegt, að mæla eignir heimilanna. Alla vega af einhverri nákvæmni. Að margra mati er mikilvægara að mæla tekjur til að öðlast betri skilning á umfangi misskiptingarinnar. Tekjur er líka hægt að mæla á mismunandi hátt. Munur milli landa eða einstaklinga? Einfaldasta mæliaðferðin er að bera saman eignir landanna. Það segir að vísu mjög lítið um lífskjör fólksins í löndunum - en það segir þó eitthvað um stærð hagkerfa landanna. Til að komast nær fólkinu eru meðaltekjur oft bornar saman. Samkvæmt þeirri mæliaðferð jókst misskipt- ing milli landanna frá því um miðja 20. öld fram til ársins 2000 en þá fór aftur að draga úr muninum (sjá þróun A á bls. 80). Það er einkum hagvöxtur í Kína og annars staðar í Austur-Asíu sem þar liggur að baki. Gallinn við að bera einungis saman meðal- tekjur er að þá hefur íbúafjöldi landanna engin áhrif á niðurstöðurnar. Eistland hefur t.d. sama vægi og Bandaríkin. Ef meta á misskiptingu í heiminum er líka nauðsynlegt að vita hve margir búa í hverju landi. Ef tekið er tillit til íbúafjölda í löndunum lítur þróunin öðruvísi út, þá hefur dregið úr ójöfnuði á heimsvísu frá sjötta áratug síðustu aldar, með vaxandi hraða frá árinu 2000. Samkvæmt þessari mæliaðferð hefur því verið meiri ójöfnuður í heiminum en fyrri mæliaðferðin benti til, því fátæku löndin hafa ávallt verið fjölmennari (sjá þróun B á bls. 80). Með þriðju mæliaðferðinni eru ekki bara bornar saman meðaltekjur einstaklinga í löndum heimsins, heldur er einnig reynt að taka tillit til tekjuskiptingar innanlands. Þannig er mæld 30) Þessar tölur koma frá Global Wealth Report , frá svissneska bankanum Credit Suisse.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=