Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 75 ÁHRIF LOFTSLAGSBREYTINGA Á ÞRÓUNINA Í HEIMINUM ● Flóð. Hlýnun loftslags leiðir til hækkunar sjávarstöðu, en henni fylgja flóð. Meira að segja gætu sum ríki, t.d. Maldíveyjar, hreinlega horfið undir yfirborð sjávar. ● Vatnsskortur. Hop jökla leiðir ekki bara til hærri sjávarstöðu heldur mun það einnig auka skort á hreinu drykkjarvatni. ● Samdráttur í matvælaframleiðslu. Hlýnun loftslags hefur áhrif á magn regnvatns, hitastig og aðgang landbúnaðar að vatni. Það hefur áhrif á matvælaframboð í fátækum löndum. Samkvæmt sumum útreikningum gæti hækkun hitastigs leitt til 25 prósent minni uppskeru í Afríku sunnan Sahara. Uppskera tiltekinna nytjajurta getur dregist saman um allt að 50 prósent. ● Heilbrigðisvá. Með hlýnandi loftslagi eykst hætta á að sjúkdómar breiðist út til nýrra svæða. Hætta er á að mörg hundruð milljónir manna smitist af malaríu, sjúkdómi sem nú þegar dregur rúmlega milljón manna til dauða á hverju ári. ● Hrun vistkerfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað og margar tegundir eru í útrýmingar- hættu, bæði á landi og í heimshöfunum. Nú þegar hefur um það bil helmingur kóralrifa heimsins orðið fyrir svokallaðri fölnun vegna hækkunar hitastigs hafsins. Vatn og hreinlætisaðstaða Fyrsta þúsaldarmarkmiðið sem náðist var að lækka um helming hlutfall jarðarbúa sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni. Markmiðinu var náð þegar árið 2010. Í dag er reiknað með að 91 prósent jarðarbúa hafi aðgang að öruggu drykkjarvatni miðað við 76 prósent árið 1990. Það þýðir að nú hafa 2,6 milljörðum fleiri aðgang að hreinu vatni. Hreint vatn, fráveitukerfi og salernisaðstaða eru afgerandi þættir í heilbrigðismálum. Skortur á heilnæmum vatns- og fráveitulausnum stuðlar að útbreiðslu á bakteríum og smiti sem veldur dauða milljóna á hverju ári. Þetta er oft mikilvæg forsenda annarra aðgerða á heilbrigðissviði. Ekki hefur náðst sami árangur í fráveitu- og hreinlætismálum og varðandi drykkjarvatn. Þrátt fyrir að yfir tveir milljarðar manna hafi nú einhvers konar eigin salernisaðstöðu eða í félagi við aðra, lifa enn 2,4 milljarðar manna án salernis- og fráveituaðstöðu. Flestir þeirra, næstum tveir milljarðar manna, hafa alls engan aðgang að salerni. »Ekki hefur náðst sami árangur í fráveitu- og hreinlætismálum og varðandi drykkjarvatn.«

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=