Verður heimurinn betri?
Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru sameiginleg markmið okkar allra Í september 2015 samþykktu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna metnaðarfyllstu áætlun um sjálfbæra þróun sem nokkurn tíma hefur komið fyrir augu heimsins,- heimsmarkmiðin 17. Mótun heimsmarkmiðanna kostaði margra ára samninga og viðræður þar sem fólk frá öllum heiminum og með mismunandi bakgrunn gat látið að sér kveða. Markmiðin eru fyrir alla og eru til að ná fjórum stórkostlegum áföngum fyrir árið 2030: að útrýma örbirgð, draga úr ójöfnuði í heiminum, leysa loftslagsvandann og stuðla að friði og réttlæti.Heimsmarkmiðin ná til þriggja þátta sjálfbærrar þróunar: félagslegra, efnahagslegra og umhverfis- þátta. Í því felst að við eigum ekki bara að stefna að efnahagslegri þróun heldur einnig félagslegri og umhverfislegri sjálfbærni. Það þýðir líka að þróunin verður að vera á réttlátum grunni þar sem enginn er skilinn útundan og að við göngum ekki meira á auðlindirnar en hnötturinn þolir. Með hnattrænu og staðbundnu samstarfi milli ólíkra aðila samfélagsins þar sem allir vinna saman að sjálfbærri þróun, getum við skapað heim þar sem við lifum mann- sæmandi lífi í sátt við vistkerfi jarðar. Okkar kynslóð er sú síðasta sem getur hindrað verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og um leið sú fyrsta sem hefur bolmagn og þekk- ingu til að útrýma örbirgð. Með heimsmark- miðum fyrir sjálfbæra þróun vísum við veg í átt að sjálfbærum og réttlátum heimi fyrir alla. Nú er það í okkar höndum, líka þínum, að stuðla að því að þetta verði raunveruleikinn. Achim Steiner, yfirmaður Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP Formáli: VERÐUR HEIMURINN BETRI? 7
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=