Verður heimurinn betri?
68 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Sænski hamfaralæknirinn Johan von Schreeb var meðal fyrstu læknanna sem komu á vettvang eftir jarðskjálftann á Haítí 2010: – Ég man ég var að hjóla í gegnum Stokk- hólm í skafrenningi þegar það var hringt í mig frá samtökunum Læknar án landa- mæra. Hvort ég gæti farið til Haítí? Núna? Strax! Það var ekki erfið ákvörðun. Ham- faralæknir verður ávallt að vera viðbúinn. Því fylgir innra eirðarleysi sem er bæði gott og vont, bið eftir samtali sem leiðir okkur burt frá gráum hversdagsleikanum á einhvern stað þar sem raunveruleg þörf er fyrir okkur. Á örfáum klukkustundum er búið að pakka niður, daginn eftir leggur flugvélin af stað til Haítí. Óreiðan sem ríkir á hamfarasvæði er ólýsanleg, þú verður að upplifa hana. Lyktin, örvæntingarfull augu sem skima vongóð yfir rústirnar, haugar af hrundum húsum og allt þetta fólk. Þegar við komum á áfangastað, völdum við okkur sem bæki- stöð trúboðssjúkrahús nálægt upptökum jarðskjálftans, troðfullt af fólki sem var í bráðaþörf fyrir umönnun. En það er ekki bara hægt að skella sér undirbúningslaust í skurðaðgerðir. Til að tryggja öryggi í heilsugæslunni er að mörgu að hyggja. Það þarf að koma upp „einfaldri“ skurð- stofu, grafa kamargryfjur, leggja vatns- lagnir, það þarf að búa til mat og svo framvegis. Skipulagið er eitt af mörgum viðfangsefnum. Þegar verkið er hafið er ekki hægt að hætta. 18 tíma vinnuvaktir, sífellt þarf að vega og meta þörf fólks fyrir bráða- þjónustu og möguleikana á að lifa af. Ákvarðanir sem varða líf og dauða eru teknar sem á færibandi, einfaldar aðgerðir eru gerðar án þeirrar nákvæmni sem við eigum að venjast. Þegar hamfarir eiga sér stað er nauðsynlegt að forgangsraða og velja „réttu“ verkin. Ólýsanleg þreyta sem sprettur af því að vera alltaf á tánum, vonleysi sem hellist yfir þegar ekki tekst að bjarga mannslífum, einstakur liðsandi sem tengir starfsfólkið órjúfandi böndum, allt eru þetta þættir daglegs lífs þegar unnið er á hamfarasvæðum, þá lifum við bara í núinu. Það þarf að leggja miklu meira til neyðarhjálpar, stundum felst vandinn í röngum eða gagnslausum hjálpargögnum. Ég hef ítrekað lent í því að aðkomufólk setur sig á háan hest í nafni góðmennsk- unnar gagnvart skoðunum og tilfinningum þeirra sem ástandið bitnar á. Ég man eftir bandarískum lækni á Haítí sem geystist inn á bráðabirgðaskurðstofuna okkar með ókjör af græjum, nöglum og skrúfum frá sjúkrahúsi í Flórída með sjónvarpsteymi á hælunum. Hann ætlaði að fara að gera við beinbrot án tafar. En það fékk hann ekki því enginn vissi hvaða aukaverkunum skrúfurnar hans og naglarnir gætu valdið í umhverfi sem var ekki dauðhreinsað. Það gæti leitt til sýkinga, dreps eða í versta falli aflimunar. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera góður. Johan von Schreeb Johan von Schreeb tók þátt í að stofna deild Lækna án landamæra í Svíþjóð árið 1993. Í dag stjórnar hann fræðslusetri fyrir alþjóðlegar hamfaralækningar á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og gerir einnig skurðaðgerðir við brjósta- krabbameini á Sabbatsberg sjúkrahúsinu. ann skrifaði bókina Hamfaralæknirinn: sögur af vettvangi en hluti af textanum hér á undan er úr henni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=