Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 67 Þjóðartekjur Haítí voru lægri en í flestum löndum Afríku fyrir jarðskjálftann og landið var því afar illa í stakk búið fyrir hamfarirnar. Á fyrstu tveimur vikunum eftir stóra skjálftann urðu síðan yfir 50 stórir eftirskjálftar sem allir mældust yfir 4,5 á Richter. Að minnsta kosti 100.000 manns létu lífið í hamförunum eða af völdum hörmunganna í kjöl- farið, en tala látinna gæti verið allt að 300.000. Enduruppbygging var erfið og tók langan tíma. Skiptir þróunarstigið einhverju máli? Skiptir það máli að Haítí var fátækasta land á vesturhveli jarðar þegar jarðskjálftinn reið yfir? Já, á því leikur enginn vafi. Fátæk lönd eru næstum alltaf verr undir það búin að mæta utanaðkom- andi áföllum og neyðarástandi. Þó jarðskjálftar, þurrkar eða flóð geri ekki greinarmun á ríkum og fátækum löndum, bitna áföllin verst á íbúum fátækra landa. Þýðing félags- og efnahagslegrar þróunar þegar bregðast þarf við slíkum hamförum kemur greinilega í ljós þegar litið er á dánartíðni undan- farin 100 ár. Samfara þróun landanna og auknu mótstöðuafli þeirra hefur dregið gífurlega úr fjölda þeirra sem láta lífið. Á fyrstu áratugum 20. aldar lést að meðaltali yfir hálf milljón manna á ári í ýmiss konar náttúru- hamförum, ekki síst af völdum sjúkdómsfaraldra, þurrka og flóða. Í öllum þessum flokkum hefur dregið gríðarlega úr dánartíðni. 300 000 450 000 600 000 750 000 1900- 1909 1910- 1919 1920- 1929 1930- 1939 1940- 1949 1950- 1959 1960- 1969 1970- 1979 1980- 1989 1990- 1999 2000- 2009 2010- 2019 150 000 Fjöldi látinna í hamförum (meðaltal áratugur) Heimild: Max Roser www.ourworldindata.org Stormar Þurrkar Jarðskjálftar Faraldrar Hitar Flóð Skriðuföll Eldgos

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=