Verður heimurinn betri?

66 VERÐUR HEIMURINN BETRI? M eðan þessi bók er skrifuð ríkir neyðarástand á mörgum stöðum í heiminum og þörfin fyrir neyðar- aðstoð er meiri nú en hún hefur verið lengi. Blóðug átök í Sýrlandi, Afganistan, Írak, Suður-Súdan og Mið-Afríku hafa hrakið fleira fólk á flótta en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Það bætir ekki úr skák að jafnframt ríkir langvarandi ófremdarástand á fleiri svæðum, s.s. vegna vopnaðra átaka í Austur-Kongó, Sómalíu, Súdan og Jemen. Við þetta bætast síðan hörmungar af völdum banvænna sjúk- dómsfaraldra, eins og ebólufaraldurs í Líberíu, Síerra-Leóne og Nýju-Gíneu, og náttúru- hamfara á borð við fellibylinn Haiyan á Filipps- eyjum árið 2013, jarðskjálftana í Nepal í apríl 2015 og þurrka í Sómalíu og Mið-Ameríku. Krefjast mikilla fjármuna Kreppur eins og þessar skapa bráðar þjáningar og oft þarf mikið fjármagn á stuttum tíma bara til að bjarga mannslífum. Jafnframt er nauðsyn- legt að grípa fljótt til aðgerða svo hægt sé að hefja enduruppbyggingu landsins, sáttaferli eða vinna úr atburðunum. Mikilvægt er að breyta bráðaástandi í enduruppbyggingu. Oft er landið sérstaklega viðkvæmt fyrir kreppum sem fylgja í kjölfarið og nýjum vandamálum og því er brýnt að byggja skjótt upp viðnámsþrótt og hefja langtímaþróun. Auk mikilla fjármuna krefjast hjálparaðgerðir einnig samhæfingar fjölda aðila; stofnana Sameinuðu þjóðanna, landa og fólks sem bjóða fram aðstoð sína. Oft eru aðstæður erfiðar og óreiðukenndar. Árið 2010 urðu einhverjar verstu hamfarir á okkar tímum. Stór jarðskjálfti skók Haítí sem er mjög fátækt land, og voru upptök hans einungis 25 kílómetra frá höfuðborginni Port-au-Prince. 0 5 10 15 20 25 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 Nýlendustríð Milliríkjastríð Borgarastríð Borgarastríð með þátttöku erlendra ríkja 2011-2014 allir flokkar 2014 Hlutfall þeirra sem láta lífið í stríðum og átökum hækkar ekki Dauðsföll vegna stríðsátaka (Af hverjum 100.000) Heimild: Max Roser www.ourworldindata.org länder

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=