Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 65 Darfúr, Súdan. Ljósmynd: UN Photo / Albert Gonzales Farran Ástandið í dag ● Fleiri hafa orðið að flýja heimili sín vegna neyðarástands en dæmi eru til síðan í seinni heimsstyrjöld. ● Að baki neyðinni eru oftast vopnuð átök eða stríð í einhverri mynd, en náttúruhamfarir og sjúkdómsfaraldrar hafa einnig orsakað neyðarástand. Hvert stefnir? ● Þó neyðarástand ríki nú á mörgum stöðum í heiminum þá er dánartíðni vegna stríða og náttúruhamfara lægri en áður. ● Frá aldamótum hafa að meðaltali u.þ.b. 100.000 manns látið lífið á hverju ári af völdum náttúruhamfara. Um miðja 20. öld var þessi tala tvisvar sinnum hærri og í upphafi 20. aldar þrisvar til fimm sinnum hærri. Jarðarbúum hefur þó fjölgað mjög mikið. Neyðarástand og hamfarir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=