Verður heimurinn betri?
VERÐUR HEIMURINN BETRI? 63 Misréttisvísitala, UNDP Kynjamunarvísitala, WEF 1 Jemen Jemen 2 Níger Pakistan 3 Tsjad Sýrland 4 Afganistan Tsjad 5 Fílabeinsströndin Íran 6 Malí Jórdanía 7 Austur-Kongó Marokkó 8 Tonga Líbanon 9 Mið-Afríkulýðveldið Malí 10 Líbería Egyptaland LÖND ÞAR SEM JAFNRÉTTI ER MINNST og hvaða afleiðingar misréttið hefur. Til að skilja betur í hverju jafnrétti felst er því nauðsynlegt að skoða einnig vísbendingarnar hverja fyrir sig. Misrétti og kúgun kvenna í heiminum geta á endanum leitt til mæðradauða. Hundruð þús- unda kvenna láta lífið á hverju ári vegna þungunar og barnsburðar. Þó miklar framfarir hafi orðið frá árinu 2000 og dregið hafi úr mæðradauða um helming, deyja enn fleiri en 300.000 konur á hverju ári. Vegna misbrests á því að heilbrigðisstarfsfólk, ljósmæður og læknar, séu til staðar við fæðingu verður fjöldi kvenna fyrir varanlegum skaða. Dauðsföll í tengslum við barnsburð eru sjaldgæf í löndum þar sem heilbrigðiskerfi er þróað. Hins vegar er áætlað að í fjölda fátækra landa sé áhættan að deyja vegna þungunar 1 á móti 20. Í Tsjad er áætlað að dánarorsök fimmtándu hverrar stúlku sé vandamál í tengslum við þungun eða barnsburð. 29) Í öðrum kafla bókarinnar er hægt að lesa nánar um heimsmarkmiðin. Jafnrétti í heimsmarkmiðum Heimsmarkmiðin snerta mörg þeirra sviða þar sem stúlkur og konur verða fyrir mismunun. Það á við um ofbeldi karla gegn konum, mansal og vændi, launamismunun, limlestingu kynfæra, kynheilsu, mæðradauða, þátttöku í stjórnmálum og efnahagslífi og svo framvegis. 29 Enn er margt óunnið. Að mati Mann- fjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, hafa 200 milljónir stúlkna og kvenna orðið fyrir limlestingu kynfæra. Ef svo heldur fram sem horfir munu 15 milljónir stúlkna til viðbótar verða fyrir limlestingu kynfæra fram til ársins 2030. Stofnunin reiknar einnig með að ein af hverjum þremur konum verði fyrir ofbeldi og/eða kynbundnu ofbeldi af sambýlismanni sínum eða nánum ættingja.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=