Verður heimurinn betri?

62 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Hægfara umbætur til lengri tíma Hægt er að mæla skort á jafnrétti og stöðu kvenna á marga mismunandi vegu. Í ársskýrslu UNDP um þróun lífskjara (Human Develop- ment Report) er kynnt samsett vísitala (GII) 27 sem mælir jafnrétti á þremur sviðum: kynheilsa, völd og áhrif ásamt efnahagsmálum og vinnu- markaði. Samkvæmt þessari vísitölu fer jafn- rétti vaxandi í heiminum þótt það gerist hægt. Breytingin á heimsvísu síðustu 15 ár svarar til þess að í stað ástands eins og í Alsír, þar sem jafnrétti er afar bágborið, sé staðan nú líkari Tyrklandi þar sem heldur lengra hefur miðað. Það er enginn ógnarhraði. Með sama áframhaldi munu líða 70 ár áður en konur heimsins standa að meðaltali jafnfætis konum í löndunum þar sem jafnrétti er mest í dag - og 90 ár þar til jafnrétti næst. Aðrar niðurstöður jafnréttismælinga sýna svipaða þróun, framfarir gerast hægt og mikill 27) Gender Inequality Index Human Development Report, www.hdr.undp.org. 28) Global Gender Gap Index World Economic Forum, www.weforum.org. munur er á milli landa. Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) hefur í tíu ár stuðst við aðrar og nákvæmari vísbendingar í svipaðri vísitölu (GGGI). 28 Samkvæmt henni ríkir meira jafnrétti á sumum sviðum en öðrum. Munurinn á körlum og konum er minni á sviði heilsu og menntunar en á efnahags- og stjórnmálasviði. Samkvæmt öllum mælingum eru ákveðin lönd ævinlega meðal þeirra efstu, það á til dæmis við um Norðurlönd, Þýskaland, Holland og Belgíu. En samkvæmt vísitölu UNDP ríkir mest jafnrétti í Slóveníu og Sviss og í mælingum Alþjóða- efnahagsráðsins eru Rúanda og Filippseyjar meðal tíu efstu landanna. Skortur á jafnrétti hefur banvænar af- leiðingar Samsettar vísitölur geta verið góðar til að meta heildarþróun, en þær henta illa til að útskýra í hverju munurinn milli karla og kvenna liggur, Misréttisvísitala, UNDP Kynjamunarvísitala, WEF 1 Slóvenía Ísland 2 Sviss Noregur 3 Þýskaland 4 Danmörk Svíþjóð 5 Austurríki Írland 6 Svíþjóð Rúanda 7 Holland Filippseyjar 8 Belgía Sviss 9 Noregur Slóvenía 10 Ítalía Nýja-Sjáland LÖND ÞAR SEM JAFNRÉTTI ER MEST Finnland

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=