Verður heimurinn betri?

56 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Lýðræði L ýðræði fer vaxandi í heiminum, í það minnsta þegar litið er til lengri tíma. Leiðin til lýðræðis er þó hvorki bein né breið og kostar oft hatramma baráttu og þungbæra afturkippi. Undanfarin ár hefur uppreisn gegn einræði og ófrelsi í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum kostað fjölda mannslífa. Fram að þessu hefur þrýstingur almennings steypt þremur ríkisstjórnum á svæðinu af stóli - í Túnis, Líbýu og Egyptalandi. Í öðrum löndum hefur lýðræðisöflum ekki tekist að ná fótfestu eða þau verið barin niður af ríkjandi stjórnvöldum. Í Sýrlandi mögnuðust átök mótmælenda og stjórnvalda í allsherjar borgarastyrjöld sem hefur sundrað landinu. Milljónir manna hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. Átökin hafa að nokkru breiðst út til nágrannalandanna og hafa hrundið af stað flóttamannastraumi sem á sér ekki for- dæmi frá því í seinni heimsstyrjöld. 24 Fram að þessu er það bara í Túnis sem raunveruleg lýðræðisþróun hefur fest rætur. Á því var vakin athygli með friðarverðlaunum Nóbels árið 2015. Að breyta stjórnarskrám, byggja upp flokka- kerfi, skipuleggja kosningar og komast að samkomulagi um hvernig landinu skuli stjórnað tekur sinn tíma. Þetta getur reynst sérstaklega torvelt í löndum þar sem lýðræðishefðir skortir og almenningur er óvanur stjórnmálaþátttöku og áhrifum. Þeir hópar sem áður fóru með völd eru líka oft tregir til að láta þau af hendi. Þegar breytingarnar gerast of hægt er einnig hætta á að fólk verði vonsvikið og telji sér trú um að „allt hafi verið betra eins og það var áður“. Því er leiðin til lýðræðis oft vörðuð afturkippum. Uppreisnirnar í Norður-Afríku eru þó sláandi dæmi og sennilega verður æ erfiðara að undir- oka þjóðir. 23) Freedom in the World – Freedom House. www.freedomhouse.org. 24) Heimild: Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNCHR. Ástandið í dag ● 87 lönd eru flokkuð sem frjáls, 49 sem ófrjáls og 59 sem frjáls að hluta til. 23 Hvert stefnir? ● Til langs tíma hefur lýðræði aukist í heiminum. ● Undanfarin 10 ár hefur ástandið versnað í fleiri löndum en þeim þar sem framfarir hafa orðið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=