Verður heimurinn betri?

54 VERÐUR HEIMURINN BETRI? HIV/AIDS Ástandið í dag ● 35-40 milljónir lifa með HIV. ● Á hverju ári deyja u.þ.b. 1,1 milljón manna úr alnæmi. ● Á hverju ári smitast u.þ.b. tvær milljónir manna af HIV. Hvert stefnir? ● Færri og færri deyja af völdum alnæmistengdra sjúkdóma. Frá árinu 2004 hefur dauðsföllum fækkað um 42 prósent á ári. ● Frá árinu 2000 hefur þeim sem smitast af HIV á hverju ári fækkað um 35 prósent. Meðal nýfæddra barna hefur þeim fækkað um 58 prósent. ● Árið 2015 fengu 46 prósent allra sem lifa með HIV alnæmislyf. Það er tvöföldun á fjórum árum. Æ færri deyja úr alnæmi HIV/alnæmi – faraldur sem breytti öllu Frá því að HIV-veiran uppgötvaðist í upphafi níunda áratugarins hefur HIV-smituðum farið fjölgandi og sjúkdómurinn orðið að faraldri á heimsvísu. Nokkur lönd í sunnanverðri Afríku urðu verst úti en sjúkdómurinn breiddist út til flestra landa heims. Í dag lifa u.þ.b. 37 milljónir með HIV. Í þeim löndum sem urðu verst úti urðu afleiðingarnar hörmulegar. Í mörgum löndum, sér í lagi í Afríku sunnan Sahara, varð mikill afturkippur í meðalævilengd, dánartíðni barna og tekjum á 10. áratugnum. Sjúkdómurinn hafði áhrif á öll svið samfélagsins. Úr banvænum í langvinnan (en meðhöndlanlegan) sjúkdóm Í byrjun 10. áratugarins var alnæmi orðið eitt helsta áhyggjuefni á heimsvísu, hann vakti skelfingu, ótta og sögusagnir um allan heim. Alnæmi var nú helsta dánarorsök meðal fólks undir 44 ára aldri, einnig í ríkum löndum. Óttinn byggði að hluta til á vanþekkingu á smitleiðum, bannhelgi og því hversu erfitt var að tala um sjúkdóminn en hann smitaðist aðal- lega við kynmök. Fyrst og fremst byggði óttinn þó á þeirri staðreynd að flestum sem smituðust af HIV-veirunni var dauðinn vís. Um þetta leyti höfðu yfir 20 milljónir smitast og í sumum löndum í suðurhluta Afríku var meira en tíundi hver íbúi á aldrinum 15 til 50 ára HIV-smitaður. Tölurnar voru sérstaklega háar í Simbabve (27 prósent), Botsvana og Lesóthó (22 prósent í báðum löndunum). Það var ekki fyrr en 1997 að lyfjameðferð fór að bera árangur, en þá voru kynnt til sögunnar ný alnæmislyf (HAART, highly active antiretro- viral therapy) sem stöðva framgang sjúkdómsins. Með tilkomu þeirra breyttist sjúkdómurinn úr því að vera öruggur dauðadómur í langvinnan sjúkdóm. Í upphafi kostaði lyfjameðferðin 10.000 dali á ári, sem var alltof dýrt fyrir flest fólk og flest lönd, en smátt og smátt fór verðið lækkandi og varð viðráðanlegra en áður. Um leið og virkni lyfjanna hefur aukist og verðið lækkað, hefur hlutfall smitaðra sem njóta meðferðar aukist gífurlega. Alþjóðasjóðurinn 20) Nánari upplýsingar um Alþjóðasjóðinn gegn alnæmi, berklum og malaríu er að finna á: www.theglobalfund.org .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=