Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 53 Hve miklar eru framfarirnar? Árið 1990 dóu 13 milljónir barna undir fimm ára aldri, það voru 10 prósent allra fæddra barna. Árið 2015 er gert ráð fyrir að dánartíðni barna hafi lækkað í 5,9 milljónir eða um 4,3 prósent, sem er helmingslækkun á 25 árum. Samtals hafa framfarir frá árinu 1990 bjargað lífi næstum 100 milljóna barna, helmingi þeirra í Kína og á Indlandi. Ástæður Stóran hluta þessa árangurs má rekja til bættra félagslegra og efnahagslegra aðstæðna sem fylgja hækkandi tekjum og batnandi almennum lífsskilyrðum. En einnig má að stórum hluta þakka hann markvissum aðgerðum sem beinast að sértækum vandamálum og sjúkdómum. Að mati Sameinuðu þjóðanna hefur áhersla á bólusetningar gegn mislingum undanfarin ár bjargað lífi meira en 15 milljóna barna, í dag eru 85 prósent allra barna í heiminum bólusett við mislingum. Þróunarverkefni sem beinast að flugnanetum og malaríulyfjum hafa þar að auki bjargað meira en 6 milljónum mannslífa, flest þeirra eru börn. 19 Önnur Indland Nígería Pakistan Austur-Kongó Kína 19) SÞ, Skýrsla um framgang þúsaldarmarkmiðanna 2015. »Engin önnur dánarorsök veldur nálægt því svo mörgum dauðsföllum og fátækt.« Helmingur barnadauða í heiminum er í fimm löndum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=