Verður heimurinn betri?

50 VERÐUR HEIMURINN BETRI? DÁNARTÍÐNI Ástandið í dag ● Á hverjum degi deyja 16.000 börn áður en þau ná fimm ára aldri, oft vegna sjúkdóma sem einfalt væri að vinna bug á, matarskorts, vatnsskorts og skorts á heilsugæslu. ● Verst er ástandið í löndum Afríku sunnan Sahara en þar deyja 8,3 prósent allra barna áður en þau ná fimm ára aldri. ● Á hverju ári deyr 1 milljón barna daginn sem þau fæðast og önnur milljón deyr á fyrstu viku ævinnar. Hvert stefnir? ● Lækkar alls staðar í heiminum. Á tímabilinu 1990 til 2015 lækkaði dánartíðni barna um 53 prósent. ● Í dag lækkar dánartíðni barna þrisvar sinnum hraðar en í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Dánartíðni barna Eitt af viðmiðum um heilsufar í heiminum er dánartíðni barna. Viðmiðið segir til um hlutfall allra barna sem deyja fyrir tiltekinn aldur, oftast fyrir fimm ára aldur. 18 Eins og meðalævilengd gefur viðmiðið góða mynd af almennu heilsufari í tilteknu landi því það endurspeglar jafnframt marga þætti félags- og efnahagslegrar þróunar. Að auki er það eitt það allra mikilvægasta í lífi hvers einstaklings hvaða möguleika börnin okkar eiga til að lifa af. Tölur um dánartíðni barna gefa ástæðu til bæði ánægju og örvæntingar. Ánægju vegna þess að dánartíðni barna fer lækkandi alls staðar í heiminum, meira að segja mjög hratt. Í sumum fátækustu löndum heimsins hafa orðið stórkost- legar framfarir hvað varðar heilsufar barna frá árinu 2000. Örvæntingu vegna þess að þrátt fyrir framfarir er tíðni barnadauða af völdum fátæktar allt að því óbærileg. Næstum sex milljónir barna yngri en fimm ára látast á hverju ári, flest vegna sjúkdóma og orsaka sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Það eru meira en 16.000 börn á hverjum einasta degi. Bara í Nígeríu deyja á hverjum degi yfir 2000 börn áður en þau ná fimm ára aldri og á Indlandi deyja fleiri en 3.500 börn á hverjum degi, meira en milljón börn á hverju ári. Engin önnur dánarorsök veldur nálægt því svo mörgum dauðsföllum og fátækt. Hvorki stríðsátök, hryðjuverk né náttúruhamfarir hafa nokkurn tíma valdið dauða jafn margra og fátæktin. 16.000 börn er fjöldi sem erfitt er að sjá fyrir sér. Hægt er að bera fjöldann saman við afleiðingar fljóðbylgjunnar á Indlandshafi í desember 2004. En þá fórust um það bil 250.000 manns. Dánartíðni barna í heiminum er sambærileg við tvær flóðbylgjur á mánuði. Í hverjum mánuði, allan ársins hring þar sem allir sem færust væru undir fimm ára aldri. Munurinn er þó sá að þar er ekki um að ræða skyndilegar, óvæntar hamfarir. Þvert á móti þá vitum við að það mun gerast, hvar það mun gerast og meira segja þekkjum við ástæðuna fyrir að það gerist. Og við höfum alla burði til að koma í veg fyrir það. Eins og svo margt annað snýst málið um forgangsröðun. 18) Under Five Mortality . Stundum er hugtakið ungbarnadauði (Infant Mortality) notað og þá er yfirleitt átt við börn yngri en eins árs.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=