Verður heimurinn betri?
48 VERÐUR HEIMURINN BETRI? 15) Alþjóðabankinn. 16) Spænska veikin var óvanalega skæður inflúensufaraldur sem breiddist út um heiminn undir lok fyrri heimsstyrjaldar. Áætlað er að milli 50 og 100 milljónir hafi látið lífið í faraldrinum. 17) www.gapminder.org. Í sögulegu samhengi hefur meðalævilengd verið lág, eins og sjá má á sögulegu yfirliti (bls. 21-25). Þróunin undanfarna áratugi þýðir að meðalævilengd á jörðinni hefur aldrei verið meiri en þegar þú lest þetta. Á tímabilinu 1960 til 2015 jókst meðalævilengd á jörðinni úr 52 árum í 72 ár. 15 Rekja má ástæðuna fyrir aukinni meðal- ævilengd til margvíslegra framfara á mörgum sviðum. Stóra breytingin er auðvitað sú, að æ færri börn deyja snemma á ævinni. Dánartíðni hefur einnig lækkað í öllum aldurshópum. Óvenjulegur afturkippur á 10. áratugnum Frá upphafi 19. aldar hefur þróunin verið jákvæð þó hún hafi verið ójöfn og á stundum mjög hæg. Afturkippir í heilsufari hafa verið sjaldgæfir og stafað af hamförum, uppskerubresti, þurrkum, stríðum eða drepsóttum. Í fyrri heimstyrjöldinni féll meðalævilengd t.d. mjög í mörgum löndum, bæði vegna styrjaldarinnar, en einnig vegna inflúensufaraldurs sem kallaður var spænska veikin. 16 Á 9. áratug síðustu aldar breiddist HIV/ alnæmi hratt út í mörgum löndum. Þekking á sjúkdómnum var lítil, samfélögin voru lengi að bregðast við og lyfjameðferð var í byrjun mjög takmörkuð eða alls engin. Það var ekki fyrr en með tilkomu nýrra alnæmislyfja seint á 10. áratugnum að draga fór úr faraldrinum. Í þeim löndum sem urðu hvað verst úti vegna faraldursins urðu afleiðingarnar hörmulegar. Það voru einkum löndin í Afríku sunnan Sahara, en lönd um allan heim urðu illa úti. Á 10. ára- tugnum lækkaði meðalævilengd í þrjátíu löndum, sums staðar um 10-15 ár. 17 Hraðar framfarir í Afríku sunnan Sahara eftir 2000 Í flestum löndum heims hafa orðið miklar framfarir á 21. öldinni, einkum í löndum Afríku sunnan Sahara. Litlar breytingar urðu í 15 ár fram til ársins 2000, en nú hefur meðalævilengd á svæðinu aukist úr 50 árum í 59 ár. Löndin þar sem meðalævilengd jókst hvað mest eru öll í Afríku. Hröðust hefur þróunin verið í Rúanda (sjá myndrit á bls. 49). Frá árinu 2000 hefur meðal- ævilengd þar hækkað úr 50 árum í 67 ár, en það er með því hæsta í Afríku sunnan Sahara. Þróunin í Rúanda undanfarin 13 ár tók yfir 50 ár í landi eins og Svíþjóð, í upphafi 20. aldar. Svíþjóð var þá margfalt ríkara land en Rúanda er í dag. »Þróunin í Rúanda undanfarin 13 ár tók yf ir 50 ár í landi eins og Svíþjóð.«
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=