Verður heimurinn betri?

46 VERÐUR HEIMURINN BETRI? H eilsufar í heiminum er mælt á ýmsan hátt og nær til ólíkra þátta þróunar í löndum heimsins. Oft eru notuð breið viðmið þar sem litið er til margra mismunandi vísbendinga um líðan okkar. Viðmið eins og meðalævilengd eða dánartíðni barna segja okkur ýmislegt um almennt heilsufar en einnig um efnahagsþróun og skiptingu auðs í heiminum. Í heimsmarkmiðunum sem gilda til 2030 eru ýmsir þættir heilsufars í heiminum sameinaðir undir einu markmiði. Þar á meðal er dánartíðni barna og mæðra- dauði, smitsjúkdómar, kynheilsa og frjósemi, og umferðarslys, ásamt reykingum, annarri misnotkun og áhættuþáttum. 13 Meðalævilengd Algengasta viðmiðið um hnattræna heilsu er meðalævilengd. 14 Það endurspeglar meðalaldur fólks sem dó á tilteknu ári. Það gefur því góða mynd af almennu heilsufari. Þetta viðmið nær til misskiptingar innan þjóðar en einnig utanað- komandi áfalla eins og hamfara eða stríða og ungbarnadauða. Betri heilsa um allan heim MEÐALÆVILENGD Ástandið í dag ● Meðalævilengd í heiminum er 72 ár. ● Í næstum öllum löndum Afríku sunnan Sahara er meðalævilengd undir 65 árum. ● Í öllum löndum, nema í Afríku sunnan Sahara, er meðalævilengd hærri en 65 ár. Hvert stefnir? ● Eykst í öllum heimshlutum. Frá sjöunda áratug síðustu aldar hefur meðalævilengd aukist um 20 ár. ● Í mörgum löndum eins og t.d. Rúanda, Botsvana, Malaví og Sambíu, hefur meðalævin lengst um meira en 10 ár á þessari öld. 13) Sjá nánar um heimsmarkmiðin í öðrum kafla bókarinnar og á slóðinni www.globalamålen.se. 14) Enska hugtakið Life Expectancy er stundum þýtt með ævilíkur. Viðmiðið mælir þó það sama, þ.e. meðalaldur þeirra sem dóu á tilteknu ári. Meðalævilengd er því nákvæmara orðalag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=