Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 45 AÐ BÚA VIÐ FÁTÆKT Ég heiti Cherry, ég er kristin og er frá Karen-fylki í Búrma. Ég lifi einföldu lífi með manninummínum, dætrum okkar tveimur og barni bróður míns. Foreldrar mínir búa í nágrenninu, í næsta húsi. Ég starfa sem barnfóstra fyrir útlendinga, það hef ég gert í næstum 20 ár. Ég er mjög ánægð með vinnuna mína því hennar vegna get ég séð fyrir fjölskyldu minni. Nú bý ég í Yangon, en þar eru sumir fátækir en aðrir ríkir. Hér eru margar kirkjur, þar getum við hitt og spjallað við annað fólk sem býr hér. Við búum í litlu húsi, úr steypu og timbri. Tvö lítil herbergi, lítið eldhús og klósett úti í garði. Það rignir oft í Búrma en það eru sjaldan flóð hér á okkar svæði, til allrar hamingju. Það sem skiptir mig mestu máli er fólk, fjölskylda mín. Ég á mér draum um að börnin mín klári skólann og taki háskólapróf svo þau geti séð fjölskyldum sínum farborða, betur en ég gat. Elsta dóttir mín segist ætla að verða kennari og yngsta dóttir mín ætlar að verða listamaður. Börnin mín veita mér hamingju. En lífið í Yangon er ekki auðvelt, launin eru lág og vöruverð hækkar stöðugt. Okkur finnst allt vera dýrt. Ef einhver verður veikur höfum við varla ráð á að fara til læknis. Flestir landa minna eru fátækir, ég hef verið heppin, en alltof margir eiga erfitt með að lifa af. Ég held að leiðtogi okkar, Aung San Suu Kyi, muni gera okkur lífið léttara. Við þurfum sjálf að leggja hart að okkur til að það gangi eftir. Cherry, Búrma/Myanmar »Ég á mér draum um að börnin mín klári skólann og taki háskólapróf svo þau geti séð fjölskyldum sínum farborða, betur en ég gat.«

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=