Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 43 100% 80% 60% 40% 20% 1820 2015 1900 1990 Að útrýma örbirgð er innan seilingar Hlutfall íbúa sem búa við örbirgð Heimild: 1982–2015: Alþjóðabankinn (1,9 $/dag) 1820–1981 Úrvinnsla: Bourguignon og Morrisson (2002) Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, hefur þróað samsett viðmið sem byggist á breiðari skilgreiningu á fátækt þar sem einnig er litið til aðgengis að matvælum og vatni, heilsugæslu og almennra lífskjara. 12 Samkvæmt þessu samsetta viðmiði lifa 2,2 milljarðar undir eða nálægt fátæktarmörkum. Flest lönd hafa einnig eigin viðmið um fátæktarmörk, það sem kallað er „national poverty lines“. Þau henta oft betur til að mæla fátækt í einstökum löndum. 12) Hægt er að lesa nánar um samsetta fátæktarvísitölu UNDP (Multidimensional Poverty Index, MPI) á heimasíðu Human Development Reports: hdr.undp.org Útrýmum hvers konar fátækt fyrir 2030 Þessi hraða þróun, einkum frá aldamótum, sýnir að það er hægt að uppræta örbirgð með öllu fyrir árið 2030. Það er einnig yfirlýst markmið allra heimsins landa (sjá nánar um heimsmarkmiðin í öðrum kafla).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=