Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 37 Útrýma hvers konar fátækt alls staðar. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bæta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Tryggja sjálfbæra nýtingu og aðgengi allra að vatni og hreinlætisaðstöðu. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. Gera borgir og búsetusvæði öllum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær. Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð. Grípa til bráðra viðbragða gegn loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran háttí því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærri nýtingu skóga, berjast gegn eyðimerkur- myndun, stöðva jarðvegseyðingu Stuðla að friðsælum og sjáf- bærum samfélögum fyrir alla menn, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla á öllum sviðum. Styrkja framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=