Verður heimurinn betri?

36 VERÐUR HEIMURINN BETRI? TÍMAMÓTAÁÆTLUN UM SJÁLFBÆRA ÞRÓUN Á hverju ári mælir UNDP þróunina í heiminum, og á margan hátt er staðan miklu betri en fólk yfirleitt heldur. Til skemmri tíma litið munu ávallt koma upp náttúruhamfarir, átök og annað sem veldur afturkippum í þróun landa. En ef við skoðum heildar- myndina og lítum á þróunina í heiminum út frá langtímasjónarmiði, sjáum við að hún hefur aldrei verið jafn hröð eða náð til jafn margra og undanfarin 20 ár. Það er líka ánægjulegt að það er í þróunarlöndunum sem þróunin er hröðust. Talið er að eftir 15 ár geti Afríka séð íbúum sínum fyrir nægilegummatvælum. Meðalævi hefur lengst, til dæmis í Eþíópíu og Kambódíu en þar lifir fólk hvorki meira né minna 15 til 17 árum lengur en 1990. Tölur um ólæsi segja okkur að níu af hverjum tíu börnum ganga í skóla, fimm af hverjum sex fullorðnum eru læsir í dag, en árið 1990 voru þrír af hverjum fjórum fullorðnum læsir. Vegna ódýrari og betri lyfja lifa miklu fleiri af sjúkdóma eins og malaríu og HIV/alnæmi. Þetta er algerlega byltingarkennd þróun, og margt gott sem ber að fagna. Nú þarf að setja markið hærra. Við getum í raun og veru farið að sjá fyrir endann á örbirgð, og við höfum tækifæri til að koma í veg fyrir hættulegustu afleiðingar loftlagsbreytinga, ef við tökum höndum saman. Þess vegna eru heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun svo mikilvæg. Með þau að leiðarljósi gerum við nýja tilraun, setjum okkur ný markmið að vinna að fram til ársins 2030. Í samstarfi við þá sem taka ákvarðanir, atvinnulífið og almenningssamtök, mun UNDP vinna að því að ná jafnmiklum árangri með heimsmarkmiðin og náðist með þúsaldarmarkmiðin. Auðvitað megum við ekki vanmeta erfiðleikana. Áætlunin er gríðarlega metnaðarfull og hún mun mæta mörgum hindrunum á leið sinni. En með þessari áætlun gefst okkur í fyrsta skipti tækifæri til að skapa sjálfbæra þróun fyrir alla. Camilla Brückner, framkvæmdastjóri Norðurlandaskrifstofu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP. þess að árið 2030 verði heimurinn sem við búum í á margan hátt betri en í dag. En það gerist ekki sjálfkrafa og það krefst fjölda stórra og mikilvægra pólitískra ákvarðana, einkum á þeim sviðum þar sem framfarir hafa verið hvað minnstar fram að þessu. Það sem sætir hvað mestum tíðindum um heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun er að þau eru talsvert algildari en þúsaldarmarkmiðin voru, en þau beindust fyrst og fremst að umbótum í þeim löndum sem við köllum „þróunarlönd“. Heimsmarkmiðin eiga að nást í öllum löndum og fyrir allt fólk. Við berum sameiginlega ábyrgð á að öll markmiðin náist í öllum löndum heims. Það krefst aðgerða frá öllum stigum samfélagsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=