Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 35 miðunum er því öðruvísi farið. Sex af sautján markmiðum tengjast sjálfbærri þróun beint og eru mun ítarlegri en áður. Nú er sérstakt mark- mið um loftslagsbreytingar, eitt fyrir sjálfbærar borgir, eitt fyrir sjálfbær vistkerfi á landi og eitt fyrir lífkerfi hafsins og að auki sérstakt markmið sem snýr að sjálfbærri neyslu. Aukin áhersla á misskiptingu Í almennri umræðu um hnattræna þróun hefur lítið verið fjallað um misskiptingu sem hindrun í vegi þróunar, orsök fátæktar og annarra vanda- mála, og sem sjálfstætt vandamál. Nú er aukinn jöfnuður, jafnt innanlands sem milli landa, í fyrsta sinn gerður að opinberu markmiði. Aukin áhersla á orsakir fátæktar Heimsmarkmiðin fela í sér, auk heildarsýnar um hversu langt við ætlum að ná fyrir árið 2030, skýr markmið þar sem bent er á hvernig á að ná þeim. Eða öllu heldur, markmið sem beinast að því að sigrast á hindrunum í vegi þróunar. Þau snúast um mannsæmandi starfskjör og hagvöxt, fjárfestingar í nauðsynlegum innviðum en einnig ójöfnuð. Þetta er sömuleiðis nýnæmi. Áður var litið á mörg þessara sviða sem tæki er nota mætti til að ná markmiðunum. Friður, stöðugleiki og réttlæti Friður, stöðugleiki, mannréttindi og stjórnvöld sem byggja á traustu réttarkerfi eru undirstöður sjálfbærrar þróunar. Vopnuð átök og óöryggi spilla fyrir þróun landa. Það hefur áhrif á efna- hagsþróun og leiðir oft af sér skærur sem geta varað kynslóðum saman. Kynferðislegt ofbeldi og aðrir glæpir, misnotkun og pyndingar eru einnig landlæg á svæðum þar sem átök og lögleysa ráða ríkjum. Löndin verða að bregðast hart við til að rjúfa slíka vítahringi og koma þeim til varnar sem minnst mega sín. Æ fleiri fræðimenn á sviði hnattrænnar þróunar beina nú sjónum að mikilvægi öflugra og skilvirkra stofnana fyrir þróunarmál sem nauðsynlegri forsendu þróunar. Það er ekki auðvelt að mæla eða krefjast umbóta í þessum efnum. En engu að síður skiptir þetta miklu fyrir öra þróun. Í markmiði 16 er reynt að ná utan um þetta með hlutamarkmiðum sem meðal annars snerta aðgerðir til að hindra átök, styrkja stofnanir, mannréttindi og spillingu. Útrýming fátæktar Síðustu áratugina hefur fátækt minnkað hraðar en við höfum áður séð. Það leikur enginn vafi á að það væri hægt að uppræta örbirgð að fullu fyrir árið 2030. Sumir telja að þetta sé markmiðið sem auðveldast verði að ná, en mikilvægi þess að uppræta örbirgð verður ekki ofmetið. Það er erfitt að finna sanngjarna aðferð til að mæla fátækt vegna lágra tekna. Þess vegna er tekið mið af mörgum mismunandi vísbend- ingum í heimsmarkmiðunum og hvað tölurnar varðar er óvissan umtalsverð. En það breytir því ekki að sjálft markmiðið, það sem tölfræðin reynir að ná utan um, ræður miklu um mörg hinna markmiðanna og skilur þar ósjaldan milli lífs og dauða. Verður heimurinn betri árið 2030? Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun, og reynsla af þróun síðustu 200 ára, benda óneitanlega til

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=