Verður heimurinn betri?

34 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Engin markmið fjarlægð Öll þau svið sem þúsaldarmarkmiðin náðu til eru enn í gildi. Markmið sem hafa náðst, eins og að helminga fátækt og helminga hlutfall þeirra sem skortir hreint neysluvatn eru enn í gildi og markmiðið er að framfarirnar nái til allra íbúa jarðarinnar árið 2030. Á sviðum þar sem árangur hefur náðst en markmiðin ekki náðst að fullu, hafa verið sett enn metnaðarfyllri markmið. Að vísu voru þrjú markmið um heilbrigðismál sameinuð í eitt, en inntak þúsaldarmarkmiðanna er enn á sínum stað. Aukin áhersla á umhverfismál og sjálfbærni Vistvæn sjálfbær þróun er það svið sem minnstur árangur hefur náðst á. Það er einkum varðandi hlýnun jarðar sem ákvarðanataka á heimsvísu hefur brugðist. Á sama tíma og framfarir hafa orðið á félags- og efnahagssviði í flestum löndum og fyrir flest fólk, hafa aðgerðir gegn loftslags- breytingum verið fjarri því að nægja til að draga úr losun í heiminum. Margir hafa einnig haldið því fram að umhverfismál hafi ekki vegið nógu þungt í þúsaldarmarkmiðunum. Í heimsmark-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=