Verður heimurinn betri?

32 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Annar kafli: heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun Á rið 2015 samþykktu leiðtogar heimsins metnaðarfyllstu og stórfenglegustu framtíðaráætlun sem nokkurn tíma hefur komið fyrir augu heimsins. Fram til ársins 2030 á að uppræta fátækt og hungur. Öll börn eiga að fá góða menntun, berjast á gegn óréttlæti milli karla og kvenna, fátækra og ríkra, borga og landsbyggðar, útrýma á HIV, malaríu og berklum í heiminum. Öll framleiðsla og neysla á að verða sjálfbær og umhverfisvæn. Þúsaldarmarkmiðin voru fyrsta sameiginlega tilraunin til að gera hnattræna áætlun um þróun. Á tímabilinu 2000 til 2015 átti meðal annars að helminga fátækt, veita öllum börnum tækifæri til að ganga í skóla og draga úr dánartíðni barna um tvo þriðju miðað við árið 1990 (hægt er að sjá hvernig gekk á bls. 26-30). Þúsaldarmark- miðin áttu ekki að vera lokamarkmið. Umræður um framhald þúsaldarmarkmiðanna tóku mörg ár áður en niðurstaðan var endanlega samþykkt í september 2015. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru enn víðtækari og metnaðarfyllri en þúsaldar- markmiðin voru. Áætlunin felur í sér 17 markmið og 169 undirmarkmið sem eiga að nást fyrir árið 2030. Þar er meiri áhersla lögð á hugtakið sjálfbæra þróun og markmiðið er að uppræta fátækt í öllum myndum og að bæta lífskjör fyrir alla íbúa jarðarinnar. Enginn verður skilinn útundan. Að samningaferlinu vegna heimsmarkmiðanna komu fleiri en vegna þúsaldarmarkmiðanna eða nokkru öðru alþjóðlegu samkomulagi. Samráðs- fundir, áköll úr öllum heimshlutum og víðtækar umræður áttu sér stað fyrir opnum tjöldum á meðan á ferlinu stóð. Aldrei áður hafa svo margir tekið þátt í alþjóðlegu ákvarðanaferli. Okkar kynslóð er sú fyrsta sem getur útrýmt fátækt og sú síðasta sem getur spornað gegn loftslagsbreytingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=