Verður heimurinn betri?

30 VERÐUR HEIMURINN BETRI? 7. Eina markmiðið þar sem afturför hefur orðið Markmið 7, um sjálfbæra þróun, felur í sér fjölda hlutamarkmiða. Sum þeirra hafa náðst, eins og að fækka þeim um helming sem hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Ekki hefur gengið jafn vel með önnur markmið, eins og að vernda fjölbreytni tegunda og að draga úr losun koltvísýrings. Í dag er losun koltvísýrings í heiminum yfir 50 prósent meiri en árið 1990. 8. Ábyrgð ríku landanna Áttunda markmiðið fjallaði um ábyrgð ríku landanna, aukna þróunaraðstoð, betri viðskipti og að minnka skuldir fátækra landa. Ekki voru þó tilgreind nein mælanleg markmið og því er erfitt að meta hvort markmiðið hafi náðst. Þróunaraðstoð hefur aukist og er orðin skilvirkari og skuldir hafa verið afskrifaðar en á viðskipta- sviðinu hafa varla orðið neinar umtalsverðar framfarir í mörgum þróunarlöndum. Heildarþróunaraðstoð á heimsvísu (milljarðar dala) 140 120 100 80 60 40 20 0 1990 1995 2000 2005 2010 2015 Getum við verið ánægð? Þegar við lítum til baka á þróunina í heiminum á tímabilinu 1990-2015, ættum við þá að vera ánægð með það sem við sjáum, eða urðu þús- aldarmarkmiðin bara sönnun þess að við höfum ekki gert nóg? Svarið fer eftir því hvern við spyrjum, hvaða markmið við skoðum og hvar í heiminum við mælum. Annars vegar hefur þróun lífsgæða fólks að ýmsu leyti verið hraðari og meiri en nokkru sinni fyrr. Á þessu tímabili hafa orðið framfarir í næstum öllum löndum, fátækt hefur minnkað um meira en helming, dregið hefur úr hungri og tekjur aukist. Á hinn bóginn hefði trúlega verið hægt að ná enn meiri árangri, bjarga lífi fleiri barna, veita fleirum menntun og deila vaxandi auðæfum heimsins á jafnari hátt. 8 þúsaldarmarkmið verða 17 heimsmark- mið um sjálfbæra þróun Þúsaldarmarkmiðin voru aldrei hugsuð sem loka- markmið. Löngu fyrir lokadagsetningu þúsaldar- markmiðanna var hafist handa við að þróa frekari markmið eftir 2015. Heimsmarkmiðin (sem lesa má nánar um í næsta kafla), byggja á starfinu að þúsaldarmarkmiðinum. Sum markmiðanna sem ekki náðust fá nú aukið vægi. Í heimsmark- miðunum, sem eiga að nást fyrir 2030, er lögð mun meiri áhersla á sjálfbæra þróun og ekki síst loftslagsbreytingar, sem er afdrifaríkasta mál okkar tíma. Sameiginleg heimsmarkmið um þróun fram til ársins 2030 fela tvímælalaust í sér einhver stærstu umskipti mannkynssögunnar. Til að ná markmiðunum í tæka tíð er þörf á miklu stærra átaki til að tryggja þátttöku allra landa og heimshluta. Það er svo sannarlega metnaðarfullt. Ekkert markmiðanna er þó óraun- hæft. Þvert á móti, þau eru alveg innan seilingar. Töluleg gögn um þróun síðustu áratuga hafa kennt okkur að hægt er að ná stórkostlegum árangri á stuttum tíma. Losun CO2 í heiminum (millj. tonna) 10.000 5.000 1900 1950 2013

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=