Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 29 3. Fleiri stúlkur hefja skólagöngu Markmiðið um að jafnmargar stúlkur og drengir gangi í skóla náðist á öllum menntastigum. Í Suður-Asíu hefja nú nokkru fleiri stúlkur skólagöngu en drengir. Árið 1900 voru það 74 stúlkur fyrir hverja 100 drengi. Þótt hlutfall kvenna hafi aukist á níu af hverjum tíu þjóðþingum heims er enn ekki nema fimmti hver þingmaður kona. Konur vinna einungis 41 prósent allrar launa- vinnu og þær hafa lægri laun en karlar í öllum löndum heims. 4. Dánartíðni barna lækkaði um helming Dánartíðni barna lækkaði á öllum svæðum og mest í Austur-Asíu (um 78%). Á fátækasta svæð- inu, Afríku sunnan Sahara, lækkaði dánartíðni barna um helming, þó hún sé enn há. Þar deyja 9 prósent allra barna áður en þau ná fimm ára aldri. 2015: 6 milljónir barna á ári (16.000 á dag) 1990: 12,7 milljónir barna á ári (35.000 á dag) 5. Mæðradauði minnkaði um 45% Markmiðið var að draga úr dánartíðni vegna þungunar eða barnsburðar um þrjá fjórðu. Þrátt fyrir miklar framfarir, einkum eftir árið 2000, náðist markmiðið ekki, þó tókst að draga úr mæðradauða um 45 prósent. Hlutfall fæðinga þar sem heilbrigðisstarfsfólk var til staðar hækkaði úr 60 í 70 prósent. 6. Færri smitast af malaríu, HIV og berklum Átak í baráttunni gegn algengustu smitsjúk- dómum hefur fækkað þeim sem smitast og hefur bjargað milljónum mannslífa. Í dag fá 13,6 milljónir lyf sem stöðva framgang HIV/alnæmis. Dánartíðni vegna malaríu hefur lækkað um næstum því 60 prósent og um 45 prósent vegna berkla. Mæðradauði (á hverjar 100.000 fæðingar) 380 1990 2000 2015 330 210 Fjöldi mannslífa sem hafa bjargast frá árinu 2000 (í milljónum) 7,6 6,2 37 HIV Malaría Berklar X X X

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=