Verður heimurinn betri?

28 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Hraðari þróun á 21. öld Fyrir mörg markmiðanna hefur hraði þróunar- innar aukist verulega eftir aldamótin. Fyrst og fremst hafa framfarir orðið umtalsvert meiri í löndunum í Afríku sunnan Sahara undanfarin ár miðað við tíunda áratug síðustu aldar, og lokaárangur þúsaldarmarkmiðanna því orðið betri en spáð var í upphafi 21. aldar. Ójöfn þróun Þó þróunin varðandi næstum öll markmiðin hafi stefnt í rétta átt hefur hún ekki alls staðar verið eins. Hraði þróunarinnar er ólíkur milli landa og svæða, milli kynja og tekjustigs, milli borga og sveita. Konur eru enn mikill meirihluti fátækra í heiminum, þeim er mismunað á vinnumarkaði, í atvinnulífi, á heimilum og í ákvarðanatöku. Tekjur kvenna eru 24 prósentum lægri en karla á heimsvísu, þær eru ekki nema fimmti hver full- trúi á þjóðþingum heims og bara ein af hverjum tveimur konum á vinnufærum aldri eru í launa- vinnu, miðað við þrjá af hverjum fjórum körlum. Munurinn milli fátækra og ríkra, sem fer vaxandi víðast hvar, á einnig sinn þátt í að hamla þróuninni. Börn frá þeim 20% heimila sem eru fátækust eru í tvöfalt meiri hættu á að deyja ung miðað við börn frá ríkustu heimilunum. Þau eru í fjórum sinnum meiri hættu á að fá enga menntun og tvisvar sinnum meiri hættu á að líkamlegum þroska þeirra sé hamlað vegna næringarskorts. Fátækt og skortur á jafnrétti hindrar enn þróun á öllum sviðum sem þúsaldar- markmiðin ná til. 1. Fátækt minnkaði um helming Markmiðið um að minnka örbirgð um helming náðist þegar árið 2010 og hlutfall þeirra sem bjuggu við örbirgð lækkaði á öllum svæðum. Þeim sem búa við örbirgð fækkaði úr 1,9 millj- örðum árið 1990 í 840 milljónir samkvæmt skýrslu um þúsaldarmarkmiðin (2015). 2. Dregið úr örbirgð frá árinu 1990 Markmiðið um að öll börn skyldu ljúka grunn- skólamenntun náðist ekki fyrir árið 2015. Þótt fleiri börn byrji nú í skóla, eru enn 57 milljónir barna sem ekki ganga í skóla. Hlutfall þeirra sem hefja grunnskólanám hefur hækkað úr 80 í 91 prósent og hlutfall þeirra sem ljúka grunn- skólamenntun í lág- og millitekjulöndum hefur hækkað úr 70 í 84 prósent. Dregið úr örbirgð frá árinu 1990 Austur- Asía Norður- Afríka Mið- Asía Rómanska- Ameríka Suður- Asía Mið- Austurlönd Afríka sunnan Sahara -85 % -80 % -75 % -69 % -67 % -40 % -28 % Börn sem ganga ekki í skóla (milljónir) 120 100 80 60 40 20 2013 1990 Suður-Asía Afríka sunnan Sahara Heimurinn í heild 57 33 9 2000 X »Börn frá þeim 20% heimila sem eru fátækust eru í tvöfalt meiri hættu á að deyja ung miðað við börn frá ríkustu heimilunum.«

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=