Verður heimurinn betri?
26 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Í upphafi 21. aldar komust leiðtogar heims að samkomulagi um átta mikilvæg markmið um þróun heimsins sem átti að uppfylla fram til ársins 2015. Nú getum við með nokkurri vissu sagt hvernig gekk. Sum markmiðanna gekk betur að uppfylla en búist var við. Mestur árangur náðist í barátt- unni gegn örbirgð. Markmiðið um að fækka um helming þeim sem búa við örbirgð náðist þegar árið 2010, fimm árum fyrr en til stóð. Markmiðinu um að jafn margar stúlkur og drengir skyldu hefja skólagöngu, og markmiðinu um að fækka um helming þeim sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni er náð. Þar að auki hefur náðst árangur í baráttunni gegn HIV/ alnæmi, malaríu og berklum. Eina markmiðið þar sem ekki hefur orðið jákvæð þróun er markmiðið um sjálfbæra þróun. Varðandi sum umhverfismarkmiðin er staðan verri en hún var 1990. Það á t.d. við um losun koltvísýrings sem hefur aukist um meira en 50% frá árinu 1990, en einnig um fjölda tegunda í útrýmingarhættu. Árangur eða ósigur? Vinnan að því að ná þúsaldarmark- miðum hefur fengið misjafna dóma. Mikill árangur hefur náðst hvað varðar næstumöll markmiðin, meira að segja hafa framfarirnar orðið meiri en flestir bjuggust við, en fyrir mörg markmiðanna dugði það ekki til. Náðum við þúsaldarmark- miðunum? »Sum markmiðanna gekk betur að uppfylla en búist var við. Mestur árangur náðist í baráttunni gegn örbirgð.«
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=