Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 25 Dæmi um framfarir 2000– 2015 2000 2015 Dánartíðni barna í Afríku sunnan Sahara 16% 8,6% Meðalævilengd í Afríku sunnan Sahara 50 ár 57 ár Meðalævilengd í Rúanda 50 ár 65 ár Dánartíðni barna í Níger 23% 9,5% Dánartíðni barna í Malaví 17% 6,4% Dánartíðni barna í Líberíu 17% 7% Börn skráð í grunnskóla í Búrkína Fasó 70% 97% Heimild: Gapminder, CME Info, Alþjóðabankinn byltingarkenndra breytinga, en sennilega jafnast þau ekki á við þær víðtæku breytingar sem nú blasa við mannkyninu. Að fara úr einum milljarði manna sem lifir í 35 ár í heim með sjö milljörðum íbúa sem lifa í 72 ár er stór breyting. Hærri tekjur og breyttur lífsstíll, meiri neysla og framleiðsla auka enn á umskiptin. Aldrei áður í sögunni hafa orðið jafn miklar og róttækar breytingar á sama tíma, það umbyltir lífskilyrðum mannanna og samspili okkar og plánetunnar sem við byggjum. Það eru óneitanlega margar góðar fréttir. Umbætur í menntun og heilbrigðismálum, nýjar uppgötvanir á lyfja- og tæknisviði og batnandi lífskjör hafa dregið úr þjáningum og dauða í meira mæli en við höfum áður séð. Aldrei áður hafa lífslíkur barnanna sem fæðast verið betri, hvar sem þau fæðast. Aldrei áður hafa jafn mörg börn hafið skólagöngu og öðlast grunn- menntun. Læsi er algengara en nokkurn tíma áður og fyrir allan fjöldann er þekking aðgengi- legri en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. En breytt lífsskilyrði krefjast þess að við mætum þeim áskorunum sem þessi hraða þróun felur í sér. Að við ráðum við aukinn hraða án þess að eyðileggja eða skaða umhverfið sem við lifum í. Að við ráðum við að sjá til þess að framfarirnar komi öllum til góða og að við getum tekist á við nýjar áskoranir á vegferð okkar. Ef við gerum það ekki stefnum við framförunum sem þegar hafa orðið í hættu og í framhaldinu lífi mann- kyns á jörðinni. Þetta er kjarninn í hugtakinu sjálfbær þróun og megininntak þessarar bókar. Það sama gildir um nýju heimsmarkmiðin (sjá annan kafla bókarinnar: Heimsmarkmiðin) sem leiðtogar heimsins urðu sammála um árið 2015. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru 17 markmið sem koma í stað þúsaldarmarkmiðanna átta. 8 Heimsmarkmiðin eru sameiginleg áætlun um þróun heimsins. Markmiðin eru niðurstöður samningaferlis með meiri þátttöku en nokkurn tíma áður á heimsvísu. 8) Þúsaldarmarkmiðin voru átta markmið sem heimurinn var sammála um að leitast við að uppfylla fyrir 2015. Þú getur lesið nánar um þúsaldarmarkmiðin á blaðsíðu 26.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=