Verður heimurinn betri?

24 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Fjöldi annarra þátta hamlaði einnig þróun í mörgum Afríkulöndum, skæðir sjúkdómar, mikil fjarlægð frá heimsmörkuðum, útbreidd fátækt sem frá upphafi hindraði þróun, skortur á æðri menntun og reynsluleysi á mörgum sviðum sem stórum hluta íbúanna var áður haldið frá. Það er mikilvægt að hafa í huga að þróun lands ræðst af mörgum þáttum og að ólíkir þættir hafa gegnt misstórum hlutverkum í 54 löndum Afríku. Í sumum tilvikum var HIV/alnæmi stærsta hindrunin, í öðrum löndum voru það stríð, landfræðileg staða eða slæmir stjórnarhættir sem skiptu meira máli. En svo fór eitthvað að gerast. Lýðræðið festist í sessi, stríðum og átökum fór fækkandi og pólítískar umbætur hafa breytt Afríku. Frá árinu 2000 hefur þróunin verið hröð í mörgum löndum Afríku, dánartíðni barna lækkar, ævilengd eykst og mörg þeirra landa þar sem hagvöxtur er mestur eru í Afríku. Margt bendir til að í Afríku sunnan Sahara sé nú einnig hafinn sá uppgangur sem hófst í öðrum heimshlutum áratugum fyrr. Verum viðbúin áframhaldandi þróun Eitt er víst, framtíðin verður gerólík því sem við eigum að venjast. Vissulega höfum við áður gengið í gegnum tímabil mikilla og Eldri borgarar tala saman í Jongmyo-garðinum í miðborg Seoul, Suður-Kóreu. Ljósmynd: UN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=