Verður heimurinn betri?
VERÐUR HEIMURINN BETRI? 23 Vörur voru fluttar um borgina á hest- vögnum þegar ég var lítill. Í miðri borginni Karlstad, á Skepparagötu, var áður hesthús. Heima hjá mér var eldað á viðarkyntri eldavél. Mamma, pabbi, fimm strákar og ein stelpa tróðust í lítilli íbúð, við þurftum að deila klósetti með nágrönnunum. Hér sit ég nú í hæginda- stól, er með stórt sjónvarp og bíllinn minn stendur fyrir utan. Ég leiði ekki oft hugann að þessu, en auðvitað hafa orðið stórkostlegar framfarir. Lífskjörin eru langtum betri í dag. En ég er ekki viss um að allt sé betra í dag. Ég sakna félagsskaparins, fólk var meira saman áður. Þvílík samstaða sem var í húsinu þar semég ólst upp! Kaffiboð, spilakvöld og þess háttar. Í dag drífur fólk sig heim eftir vinnu og lokar að sér. Vinnusemi barna hefur einnig tekið miklum breytingum. Í minni fjölskyldu áttum við engra kosta völ. Pabbi var lamaður öðru megin og gat ekki séð fyrir okkur, svo við bræðurnir þurftum að vinna. Ég byrjaði sem sendill og lær- lingur, sópaði Sundstabrúna og keyrði út kol, sem kynt var með, fyrir 80 aura á tímann. Ég veit ekki til að ég hafi haft illt af því að vinna - þvert á móti! En auðvitað - ef pabbi hefði lifað á okkar tímum hefði hann kannski fengið önnur tækifæri. Í dag geta fatlaðir fengið vinnu og eru ekki útskúfaðir á sama hátt og þá var. Það er líka orðið betra. Kjell Bäckström, 76 ára, Karlstad SVÍÞJÓÐ VAR ÖÐRUVÍSI ÁÐUR »Ég leiði ekki oft hugann að þessu, en auðvitað hafa orðið stórkostlegar framfarir. Lífskjörin eru langtum betri í dag.«
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=