Verður heimurinn betri?

22 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Um þetta leyti, í upphafi 19. aldar, fór heim- urinn að taka breytingum. Hægfara í fyrstu og bara í fáeinum löndum. Iðnbyltingin, nýjar upp- finningar, vísindalegar uppgötvanir og gríðarleg aukning í velmegun í ákveðnum löndum var til marks um að nýir tímar væru að renna upp fyrir mannkynið. Það varð þó bið á að framfarirnar kæmu meirihlutanum til góða. Það var ekki fyrr en í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, oft í tengslum við sjálfstæði nýlenduþjóða, að breytingarnar fóru að segja til sín í löndum Asíu, Afríku og Rómönsku-Ameríku. Við lok seinni heimsstyrj- aldar var það eiginlega bara í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku að meðalævilengd fór yfir 50 ár. Í dag á það við um næstum öll lönd. Undanfarin 50 ár hefur mannkynið gengið í gegnum mestu breytingar sem orðið hafa hvað varðar heilsu og efnahag. Breytingarnar hafa ekki bara áhrif á flesta þætti mannlegs lífs, heldur einnig á umhverfi mannsins, aðrar tegundir og jörðina sem við byggjum. Frá árinu 1960 hefur meðalævin lengst um 20 ár, dánartíðni barna lækkað úr 18 prósentum í undir fimm prósent og tekjur (á mann) hafa allt að því þrefaldast. Þróunin hefur verið hröðust í Austur-Asíu, en í löndum eins og Singapúr, Tævan og Þróun frá sjöunda áratugnum 1960 2015 Íbúar 3 milljarðar 7 milljarðar Meðalævilengd 52 ár 72 ár Fjöldi barna á hverja konu 5 börn 2,4 börn Dánartíðni barna 18% 4,3% Örbirgð 7 u.þ.b. 60% u.þ.b. 11% Heimild: Alþjóðabankinn, Gapminder-stofnunin Suður-Kóreu var efnahagsþróun mjög hröð og seinna einnig í Kína. Í Rómönsku-Ameríku hefur þróunin verið hægari en þar hófst upp- gangurinn hins vegar fyrr. Afríka sunnan Sahara Í flestum löndum Afríku sunnan Sahara fór efnahagsþróunin hægt af stað í kjölfar sjálfstæðis. Eftir þokkalegan hagvöxt á sjöunda áratugnum og í upphafi þess áttunda, hrapaði hagvöxtur á svæðinu tvo áratugi í röð. Árið 2000 var Afríka sunnan Sahara fátækari en í lok sjöunda áratug- arins, meðalævilengd var 50 ár og hafði ekki aukist neitt í næstum tvo áratugi og dánartíðni barna var enn mjög há. Hluta skýringanna er vafalaust að leita í innan- landsmálum. Nýlendutíminn skildi mörg lönd eftir í mjög slæmri stöðu, stofnanir og ríkisstjórnir voru veikar og lýðræðishefð af skornum skammti. Mörg lönd voru hrjáð af langvarandi borgarastyrjöldum og hrottafengnum einræðisherrum. Í mörgum þessara landa hafði sjálfstæðið fengist með vopn- aðri frelsisbaráttu og margir nýju leiðtoganna áttu rætur sínar í grimmilegum stríðsátökum. En skýringarnar er að nokkru leyti að finna í viðhorfi umheimsins. Kalda stríðið gerði mörg lítil lönd að peðum í valdatafli stórvelda, það var sjaldnast til hagsbóta fyrir íbúa í löndum Afríku. 7) Miðað við 1,90 dali á dag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=