Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 21 S tundum getur reynst erfitt að koma auga á þetta, í fréttaflóði um stríð, sjúkdóma og hamfarir, en yfirleitt og fyrir flesta fer heimurinn batnandi. Það gleymist auðveldlega að fátækt, hungur og sjúkdómar voru lengi vel eðlilegt ástand fyrir flesta jarðar- búa. Í upphafi 19. aldar voru íbúar jarðarinnar tæplega einn milljarður. Meðalævin var stutt, milli 25 og 40 ár. Í flestum löndum heims eignuðust konur að meðaltali fimm til sjö börn en þriðja hvert eða jafnvel annað hvert barn dó áður en það náði fimm ára aldri. Barnadauði var svo algengur að foreldrar gátu að meðaltali búist við að þurfa að bera þrjú barna sinna til grafar og í sumum löndum næstum því fimm. 5 Lauslegt mat á vergri þjóðarframleiðslu í löndum heims bendir til að í öllum löndum hafi hún verið undir 3.000 dölumá íbúa í byrjun 19. aldar, á núvirði, en það er svipað og í Afríku sunnan Sahara í dag. Milli 85 og 95 prósent jarðarbúa bjó við lífskjör sem við í dag skilgreinum sem örbirgð. 6 Í stuttu máli, heimurinn var fátækur og það hafði hann alltaf verið. Há dánartíðni barna kom lengi í veg fyrir að íbúum jarðar fjölgaði að nokkru marki. Í upphafi 19. aldar komst fjöldi jarðarbúa í fyrsta skipti yfir einn milljarð. Það var svo á fjórða áratug síðustu aldar að öðrum milljarðinum var náð, en það tók ekki nema tólf ár að fara úr sex í sjö milljarða íbúa. Undanfarin 200 ár hafa orðið einstakar framfarir í sögu mannkynsins. Og á síðustu áratugum hafa framfarirnar fyrir alvöru komist á skrið. Svo virðist sem hraði þróunarinnar haldi áfram að aukast. 200 ár sem breyttu heiminum 5) Gapminder-stofnunin: www.gapminder.org 6) www.ourworldindata.org

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=