Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 19 Ofbeldi sem leiðir til dauða, morð og manndráp, hefur sennilega aldrei verið fátíðara en nú er.⁵ Hér er augljós hliðstæða við vanþekkingu á þróuninni í heiminum. Um leið og æ færri búa við örbirgð eða láta lífið vegna stríða og náttúruhamfara, fjölgar fréttum af einmitt þessu. Því óvanalegri sem atburðurinn er, aukast líkurnar á að hann verði fréttaefni og öfugt. Því fleiri lýðræðislegar kosningar sem fara fram án átaka og svika, því minni athygli vekja þær. Þróunin bætir heiminn en beinir um leið aukinni athygli að vandamálunum. Skiptir þetta nokkru máli? Gerir nokkuð til þótt við höldum að stærri hlutar heimsins búi við fátækt og hungur en raunin er? Já, af ýmsum ástæðum er mikilvægt að þekkja til framfara og ofmeta ekki vandamálin. Mestu skiptir að lýsingar á raunveruleikanum séu sannar þegar teknar eru ákvarðanir um framtíðina. Stöðugt andstreymi er niðurdrepandi. Ef við vitum ekki af umbótum sem eiga sér stað er auðvelt að taka þá afstöðu að það sé ekki hægt að draga úr hungri og fátækt, eða að breyta heiminum á annan hátt. Það leiðir til vonleysis - til hvers að reyna að breyta heiminum ef það virðist ekki hafa neitt að segja? Ef við hins vegar vitum að í mörgum löndum Afríku sunnan Sahara hefur tekist að ná tökum á HIV-faraldrinum, er það til marks um að það sé líka hægt í öðrum löndum - með réttri stefnumörkun og aðstoð frá umheiminum. Þá fær það þýðingu að leggja eitthvað af mörkum til breytinganna. Í Svíþjóð hefur á undanförnum árið komið upp ný tegund gagnrýni á þróunaraðstoð, gagnrýni sem byggist á þeirri hugmynd að sænsk stjórnvöld hafi „dælt peningum til Afríku“ og að „samt hafi ekkert breyst til batnaðar“. Ef þetta væri rétt ætti að sjálfsögðu að hætta aðstoðinni strax. En sannleikurinn er sá að ástandið hefur breyst mjög til batnaðar, líka í Afríku sunnan Sahara. Við getum lært af framförum. Til að geta lært af löndunum þar sem stórstígar framfarir hafa orðið, verðum við að þekkja til framfaranna. Ef við þekkjum ekki allar staðreyndir er mikil hætta á að við drögum rangar ályktanir. Þar sem finna má dæmi um framfarir í öllum heimshlutum, á öllum sviðum og í alls konar löndum, hljótum við að geta lært af reynslu þeirra sem hafa náð árangri. Hvert land þarf ekki að finna upp hjólið upp á nýtt. Ótti og óhóflegar áhyggjur skapa fordóma og hatur. Fordómar dafna í skjóli þekkingarleysis. Þegar ástandinu er lýst eins og við séum á barmi glötunar verða lausnirnar æ örvæntingarfyllri. Leitin að sökudólgum getur auðveldlega dregið athyglina frá leitinni að varanlegum lausnum á raunverulegum vandamálum. »Þar sem f inna má dæmi um framfarir í öllum heimshlutum, á öllum sviðum og í alls konar löndum, hljótum við að geta lært af reynslu þeirra sem hafa náð árangri.«

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=