Verður heimurinn betri?

18 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Heimurinn er betri en við höldum Undanfarin 15 ár hafa verið gerðar margar rannsóknir á því hvernig við höldum að ástandið í heiminum sé. 3 Á tímabilinu 2013-2015 gerði sænska stofnunin Gapminder til dæmis fjölda rannsókna í löndum á borð við Svíþjóð, Noreg, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Allar þessar rannsóknir eiga sameiginlega þá niðurstöðu að við höldum að ástandið í heiminum sé verra en það er í raun og veru. Sem dæmi má nefna að einungis milli fimm og tíu prósent aðspurðra í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum héldu að dregið hefði úr örbirgð í heiminum undanfarin 30 ár. Staðreyndin er sú að frá árinu 1990 hefur sár fátækt í heiminum minnkað um 75 prósent. Heil 90 prósent aðspurðra héldu að innan við helmingur barna í heiminum væri bólusettur við mislingum (helmingurinn hélt það væru tvö af hverjum tíu) en í raun er staðan sú í dag að átta af hverjum tíu börnum eru bólusett. Einungis sjö prósentum þeirra sem spurðir voru í Bandaríkjunum var ljóst að meðalævilengd í heiminum er komin upp í 70 ár (72 ár í dag) og jafnfáir vissu að dánartíðni barna er komin undir fimm prósent. Sömuleiðis höfðu flestir rangt fyrir sér um hlutdeild vindorku í orkunotkun, og að konur í flestum löndum heims eignast núorðið ekki nema tvö börn. 70-90% svara hverri spurning- unni á fætur annarri á þá leið að ástandið í heiminum sé verra en töluleg gögn sýna.⁴ Sama þversögnin heima Sama tilhneiging, að einblína á vandamálin, er ekki óalgeng þegar kemur að þekkingu á heimaslóðum. Hraðari og linnulaus fréttaflutn- ingur af glæpum, ofbeldi og morðum skapa auðveldlega ranga mynd af fjölgun glæpa og ótryggara lífi, þótt sú sé sjaldnast raunin. Í Evrópu og Bandaríkjunum hefur þróunin almennt verið sú að æ færri verða fyrir glæpum, ofbeldi og ránum, en samt halda flestir að glæpum fari fjölgandi. Aukið upplýsingaflæði með samfélagsmiðlum, netinu og æ fleiri fréttaveitum sem keppast um athygli okkar um leið og þær keppast um að vera fyrstar og fljótastar, styrkir þessa tilhneigingu enn frekar. Í Svíþjóð halda á milli 70 og 80 prósent íbúa að glæpum fari fjölgandi þrátt fyrir að fórnarlömbum glæpa fari stöðugt fækkandi. Ljósmynd: Victor Brott 3) M.a. Þróunarstofnun Svíþjóðar, SIDA, Þróunaráætlun SÞ, UNDP og Gapminder-stofnunin. 4) Gapminder, Ignorance Project. www.gapminder.org/ignorance/ 5) BRÅ – Brottsförbyggande rådets Nationella Trygghetsundersökning NTU 2015. (Rannsókn forvarnarnefndar vegna glæpa)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=