Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 17 A llir gera sér einhverja mynd af því sem gerist annars staðar í heiminum, hvernig ástandið sé í Afríku eða Asíu og hvort það fari batnandi eða versnandi. Þekking á heiminum er auðvitað upp og ofan. Sumir hafa ferðast um allan heim, aðrir hafa lesið ógrynni af bókum um þróun í Vestur- Afríku, margir hafa dvalið stóran hluta ævinnar annars staðar en á Íslandi og sumir leggja stund á þróunarmál í háskólum. En hvort sem þú leitar þekkingar um önnur lönd eða átt fullt í fangi með að reyna að skilja hvað er að gerast í kringum þig, mætir þér stöðugur straumur heimsmynda úr fjölmörgum áttum. Þú færð þær úr dagblöðum, sjónvarpsfréttum, á Facebook eða Twitter, úr uppáhaldskvikmynd- unum þínum eða sjónvarpsþáttum, úr bókunum sem þú lest, frá fólki sem þú talar við, auglýs- ingum, söfnunarátökum í sjónvarpi eða á götum borgarinnar. Markmið þessara miðla er sjaldnast að veita þér ítarlega eða fullkomna heildarmynd af heiminum. Í sjónvarpsfréttum er sagt frá stríðum, drepsóttum og náttúruhamförum en sjaldan er fjallað um langvarandi frið eða staði sem eru lausir við sjúkdóma eða hamfarir. Í kvikmyndum, bókum og sjónvarpsþáttum þarf að byggja upp spennu og hjálparsamtök þurfa að beina sjónum að vandamálunum sem þau eru að reyna að leysa. Það kemur til kasta okkar sjálfra að reyna að finna jafnvægi milli allra þessara heimsmynda, setja þær í rétt samhengi og mynda okkur eigin skoðun á ástandinu í heiminum. Það getur reynst furðu erfitt. Það er ekki síst erfitt ef maður hefur þegar gert sér fyrirfram gefna mynd af ástandinu í heiminum. Mynd sem að sínu leyti er sprottin af öðrum myndum sem maður er mataður á úr ýmsum áttum. Hvað veistu í raun um þróunina í heiminum? Er heimsmynd þín í samræmi við raunveru- leikann? Í augum flestra Norðurlandabúa er heimsmyndin miklu dekkri en ástæða er til. Hvernig heldur þúaðástandið sé?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=