Verður heimurinn betri?
14 VERÐUR HEIMURINN BETRI? Stærð kökunnar tryggir heldur ekki að allir fái sinn skerf af vextinum. Það er til dæmis ekki óalgengt að meðalævi sé styttri og barnadauði tíðari í ríkum löndum (þ.e. löndum þar sem VÞF er há á hvern íbúa) en í fátækari löndum. Á Kúbu og í Bosníu og Hersegóvínu er dánartíðni barna til dæmis lægri en í Bandaríkjunum, þótt VÞF í Bandaríkjunum sé þreföld á við Kúbu og meira en fimmföld miðað við Bosníu og Hersegóvínu. Á Srí Lanka er dánartíðni barna lægri en í Kúveit, þrátt fyrir að VÞF sé næstum tíu sinnum hærri í Kúveit. 2 Það er vert að ítreka að það eru ekki alltaf peningar sem ráða úrslitum fyrir þróunina. Hvað á þá að mæla til að skilja þróunina? Ef ekki nægir að mæla efnahagslegar vís- bendingar, hvað á þá að mæla? Svarið við því er einfalt: það á að mæla marga þætti, því fleiri því betra. Til að skilja þróunina og svara spurn- ingunni um þróun ólíkra landa er nauðsynlegt að skoða fjölda mismunandi vísbendinga sem lúta að ólíkum þáttum mannlegs lífs. Lönd forgangsraða ekki öll eins varðandi þróunarmál. Það er misjafnt hvernig fólk forgangsraðar þegar kemur að því hvað er mikilvægt. Til að geta borið saman þróunarstig ólíkra landa verður fyrst að ákveða hvað talið er skipta mestu í lífinu, hverju við sækjumst eftir. Margar metnaðarfullar tilraunir hafa verið gerðar til að finna sameiginlegt viðmið eða skilgreiningu sem gæti komið í stað VÞF sem mælikvarði á þróun. Sú sem mest er notuð er vísitala lífskjaraþróunar (e: Human Development Index, HDI) sem UNDP hefur þróað. Með þessari vísitölu er löndunum raðað eftir þremur þáttum samhliða: efnahag, heilbrigðismálum og menntun. HDI er víðtækara viðmið en efnahagsþróun ein og sér, en þó tekur hún einungis til þriggja þátta mannlegs lífs. Það er margt sem strangir mælikvarðar og vísitölur ná ekki til. Þess vegna verðum við að geta mælt marga mismunandi þætti í einu. 2) Child Mortality Estimates (Upplýsingar um dánartíðni barna): www.childmortality.org og Gapminder stofnunin: www.gapminder.org »Til að skilja þróunina og svara spurningunni um þróun ólíkra landa er nauðsynlegt að skoða fjölda mismunandi vísbendinga sem lúta að ólíkum þáttum mannlegs lífs.«
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=