Verður heimurinn betri?

VERÐUR HEIMURINN BETRI? 13 T il að geta svarað spurningunni um hvort „heimurinn verði betri“ verðum við byrja á því að skilgreina hvað það er sem á að batna og hvernig við mælum framfarir. Vandinn er sá, að það er ekki til nein hlutlæg skilgreining á þróun sem á við allt fólk og öll lönd. Sumir álíta að hagvöxtur sé besti mæli- kvarðinn á þróun en aðrir telja að peningar geti þegar best lætur verið verkfæri til að öðlast það sem skiptir mestu máli í lífinu. Vissulega eru til algildar grunnþarfir sem allir hafa, hvar sem þeir búa og hversu fjáðir sem þeir eru. Allir þurfa á mat, vatni og húsnæði að halda. Ef við veikjumst þurfum við læknishjálp og kannski lyf. Við vitum að menntun skapar bæði börnum og fullorðnum aukin tækifæri í lífinu. Án vinnu og þokkalegra launa veitist líka erfitt að uppfylla grunnþarfirnar. Peningar skipta miklu - en ekki öllu Það leikur enginn vafi á því að efnahagur er mikilvægur hluti af hugtakinu þróun. Það er engin tilviljun að margir tala um „fátækt og ríkidæmi“ sem samheiti hugtaksins þróunar. Öllum er ljóst að það er erfitt fyrir mjög fátækt land að bæta lífsskilyrði íbúa sinna án hagvaxtar. Flestir eru sammála um að stærð sameiginlegu kökunnar skipti máli. Rannsóknir benda einnig til þess að oft sé hagvöxtur nauðsynleg forsenda þróunar og í sumum tilvikum mikilvægasti þátturinn í því að bæta kjör fólks. 1 En það er ekki nóg að mæla efnahagslegar framfarir. Peningarnir sjálfir skapa ekki ham- ingju, velferð eða góða heilsu, heldur er það nýting þeirra til fjárfestinga og hvernig þeim er varið sem skilar árangri í bættum lífsskilyrðum. Hvernig er hægt að mæla þróun? Hvernig vitum við hverjir búa við batnandi kjör og hvort kjör einhverra versna? Og hvað er það sem þróast, eru það pening- arnir í ríkiskassanum, verg þjóðarframleiðsla (VÞF) á íbúa eða eitthvað allt annað sem ákvarðar lífskjör okkar? Hvað er þróun? 1) Breska þróunarmálaráðuneytið – Building jobs and prosperity in developing countries (Störf og velmegun í þróunarríkjum).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=