Varúð - verkefnabók

90 91 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Eftir lestur - hópverkefni Ræðið eftirfarandi í litlum hópum: 1. Hvernig væri lífið ykkar öðruvísi ef þið væruð eitt af átján systkinum? 2. (Hvernig væri til dæmis heimilið ykkar? Hvernig færi fjölskylda þín í ísbíltúr? En í ferðalög? Hverjir eru kostir þess að vera í mjög stórri fjölskyldu? Eru einhverjir gallar?) 3. Trúið þið á álfa? Þekkið þið dæmi þar sem trú á álfum kemur við sögu (t.d. tengt vegavinnu eða týndum hlutum)? 4. Vinátta. Hvernig liði ykkur ef vinur ykkar myndi breytast mikið í hegðun eða skapgerð? Hvað gæti útskýrt breytta hegðun eða breytt skap annað en að hann sé mögulega orðinn umskiptingur? Eigið þið að gera eitthvað ef þið takið eftir því að vinur virkar eins og önnur persóna? Hvað gætuð þið mögulega gert? Fyllið út í hugarkortið Hjálpist að við að rifja upp atburðarrás sögunnar og fyllið út í hugarkortið. Bókatitill Hvernig hefst sagan? Hvað gerist (eitthvað óvænt sem skapar vandamál)? Hvernig endar sagan (Hvernig leysist vandamálið)? Hver reynir að leysa vandamálið og hvernig?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=