Varúð - verkefnabók

80 81 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð – Hér býr … umskiptingur Fyrir lestur Hvað er umskiptingur? Veldu þá skýringu sem þér finnst líklegust að þú finnir í orðabókinni: Umskiptingur er skessa sem er klók að skipta á myndaspjöldum. Umskiptingur er bíll sem búið er að setja sumardekkin undir. Umskiptingur er gamall álfur sem hefur verið skipt út fyrir mannsbarn sem álfarnir hafa tekið. Umskiptingur er unglingur sem skiptir um hárgreiðslu. Umskiptingur er foreldri sem skiptir um skoðun sem kemur sér vel fyrir þig. Flettu upp orðinu umskiptingur í orðabók. Hafðir þú rétt fyrir þér? (ef ekki, merktu þá við rétt svar) Flettu í gegnum bókina: Hvað eru margar blaðsíður í bókinni? Hvað eru margar myndir í bókinni? Skoðaðu myndina á bls. 21. Lýstu fyrir einhverjum í kringum þig hvað þú sérð á myndinni án þess að sá sem hlustar sjái myndina. (Ef enginn er nálægur getur þú skrifað niður lýsinguna.) Hvaða kafli heldur þú að verði ógnvekjandi og af hverju? Hvaða kafla hlakkar þú mest til að lesa og af hverju? Hvaða kaflar hafa vísun í eitthvað sem hægt er að borða? Já Nei

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=