Varúð - verkefnabók

76 77 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Eftir lestur - hópverkefni Ræðið eftirfarandi í litlum hópum: Marta og Marius leita á netinu að upplýsingum um Varúlfa. Þau eru óviss um hvað af þeim upplýsingum sem þau finna eru öruggar og hvað er bara bull. Ræðið um trúverðugleika heimilda á netinu. Hvaða vefsíðum finnst ykkur að þið getið tekið mark á og hverjar eru líklegri til að innihalda einhverja vitleysu? Marta finnur til mikils kvíða í bókinni. Rifjið upp hvernig henni leið þegar þau voru að þrífa upp kattarmatinn og hvaða líkamlegu einkenni komu upp. Kannist þið við að hafa einhvern tímann liðið svona? Við hvaða aðstæður getur kvíði komið upp? Enn og aftur sýna Marta og Marius mikið hugrekki. Finnið dæmi í sögunni þar sem ákvarðanir þeirra og gjörðir flokkast sem hugrekki. Ræðið síðan muninn á hugrekki og fífldirfsku. Flettið saman bókinni og skoðið myndirnar. Geta myndir í bókum hjálpað lesendum að rifja upp söguna? Getið þið fundið myndir í bókinni sem segja meira en textinn sagði? Hvert finnst ykkur vera mikilvægasta hlutverk mynda í bókum? Grúskið á bókasafni Í Varúð, hér býr varúlfur segir: Líklega hefur hann aldrei lesið bók eftir Þorgrím Þráinsson. Farið á bókasafnið og finnið allar bækurnar sem eru inni eftir Þorgrím Þráinsson. Hverja hafið þið lesið? Hverja eigið þið eftir en viljið lesa? Veljið að minnsta kosti fimm titla og útbúið súlurit sem sýnir hversu margir í bekknum hafa lesið þær fimm bækur eftir Þorgrím. Búið til stiklu Nú eruð þið að búa til kvikmynd upp úr sögunni í bókinni. Til að auglýsa kvikmyndina þá klippið þið saman stiklu, eða sýnishorn úr myndinni. Myndina sjálfa þurfið þið ekki að búa til í alvörunni en stikluna ætlið þið að gera saman. Gott er að fræðast um kvikmyndagerð um leið (t.d. um hljóðupptöku, ljós og lýsingu, handritagerð, klippingu og fleira). Sjá nánar: https://vefir.mms.is/margmidlun/kvikmyndagerd/ Byrjið að ákveða hvaða atriði í sögunni þið viljið að komi fram í stiklunni. Veljið eitthvað sem vekur áhuga en skemmir þó ekki endann fyrir þeim sem svo færu á myndina. Skrifið handrit að stiklunni. Ákveðið hvar þið ætlið að taka upp og hvaða aukahluti þið þurfið (búningar, áhöld o.s.frv.) Takið upp myndina. Klippið stikluna og sýnið bekkjarfélögum ykkar. Ú A A A A A Ú Ú Ú Ú!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=