Varúð - verkefnabók

74 75 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 14. Í þessum sama kafla kemur fram að það sé líklega best að Marius blandi seyðið sem á að létta álögunum af Láru. Af hverju ætli það sé best að hann taki að sér blöndunina? 15. Lestu kaflann Krukka nornarinnar og teiknaðu svo mynd eins og þú ímyndar þér að sé innanhúss í nornakofanum miðað við lýsingarnar í textanum. 16. Í kaflanum Doktorinn í heimsókn keppast Marta og Marius við það að klára að útbúa te og jarðarber áður en það dimmir. Af hverju skiptir dagsbirtan þau máli? 17. Þegar þú hefur lesið kaflana Viltu ekki te? og Varúlfavesen endursegðu með þínum orðum hvernig Marta og Marius reyna að fá Láru og Úlfhildi til að innbyrða seyðið. Það má gjarnan lýsa þessu munnlega í stað þess að skrifa. 18. Í kaflanum Vonandi bítur hún engan gerist margt. Hér koma nokkrar hraðaspurningar, reyndu að svara þeim hratt í huganum um leið og þú hefur lesið kaflann: Fær Marius að gista aftur hjá Mörtu? Gengur planið upp að lokka Láru aftur inn í hús með dósamat og læsa hana inni í herbergi með reipinu? Hver er varúlfurinn úti? Hver kemur og bjargar Láru frá varúlfinum? 19. Hvernig náði Hvæsi alveg óvart að breyta Úlfhildi úr varúlfi aftur í konu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=