Varúð - verkefnabók

66 67 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð – Hér býr … varúlfur Fyrir lestur Til umhugsunar og umræðu • Hvað veist þú um varúlfa? • Hefur þú lesið einhverjar sögur sem fjalla um þá? • Eða séð sjónvarpsefni? • Finnst þér líklegt að varúlfar séu til í alvörunni? • Af hverju/Af hverju ekki? Skoðaðu forsíðuna og ímyndaðu þér að búið sé að gera kvikmynd eftir bókinni. Hvernig veggspjald fyrir auglýsingu á varúlfamynd myndi fá þig til að langa að sjá myndina, jafnvel áður en þú veist um hvað hún er nákvæmlega? Rissaðu upp hugmynd af veggspjaldi. Á meðan lestri stendur 1. Af hverju er Marta svona æst þegar Lára kemur heim í fyrsta kafla? 2. Í kaflanum Dökkgrá og drungaleg stendur: „Hæ,“ svara ég eins þurr á manninn og ég get. Hvað þýðir það að vera þurr á manninn? Að vera í fötum sem eru nýkomin út úr þurrkara. Að vera hress og kurteis þegar gesti ber að garði. Að vera þögul, ómannblendin/n og durtsleg/ur. Að bjóða gestum ekki vatnsglas. 3. Dýralæknirinn heitir Úlfhildur og hún minnir Mörtu á úlf. Reyndu að finna 5 kven- og 5 karlkynsnöfn sem eru byggð á dýraheitum. Dæmi: Lóa og Þorbjörn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=