Varúð - verkefnabók

64 65 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Að skapa leirþurs Fyrst búið þið til leir. Til þess þurfið þið eftirfarandi hráefni: 1 bolla vatn ¾ bolla salt 2 matskeiðar olíu 2 bolla hveiti matarlit að eigin vali Áhöld sem þið þurfið: skál, skeið, einnota hanskar (ekki nauðsynlegt en getur komið í veg fyrir að matarliturinn liti hendur þess sem hnoðar). Þið byrjið á því að hella vatninu út í skálina. Síðan setjið þið saltið út í, olíuna og matarlitinn. Hrærið saman með skeiðinni. Þá er hveitinu bætt út í og einn í hópnum fer í hanska og hnoðar blönduna saman þar til hún er orðin að leir (ef blandan er of blaut má bæta við smá hveiti). Þegar leirinn er tilbúinn búið þið til leirþurs og skapið persónu í kringum hann. Hér koma spurningar sem geta komið ykkur af stað í persónusköpuninni: • Hvað heitir leirþursinn ykkar? • Hvar býr hann? • Hvað étur hann? • Á hann fjölskyldu? Hvað finnst honum skemmtilegt/leiðinlegt að gera? Hvernig tónl • ist hlustar hann á? • Hvaða áhugamál á hann? • Hvernig ver hann deginum sínum? • Fer hann í sumarfrí og þá hvert? • Hvaða hátíð finnst honum skemmtilegust? • Hvað gerir hann sorgmæddan? O.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=