Varúð - verkefnabók

62 63 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Grúskið Í sögunni er minnst á norræna goðafræði og þrumuguðinn Þór. • Hvað vitið þið nú þegar um Þór? Segið hvert öðru frá því sem þið vitið. • Finnið á netinu eða í bókum á safninu meira um hann þannig að þið getið fyllt út í hugarkortið. Hvaða dýr drógu vagn Þórs? Hvað hét kona Þórs og hvað hétu börnin þeirra? Þór Hvaða gripi átti Þór og hver þóttist merkastur þeirra? Hvaða vikudagur var áður nefndur Þórsdagur eftir Þór? Af hverju heitir sá dagur ekki lengur Þórsdagur á Íslandi? Leslisti bekkjarins Farið á bókasafnið eða grúskið á netinu og finnið bækur sem fjalla um norræna goðafræði. Skrifið niður titil bókanna sem þið finnið og nöfn höfunda þeirra. Þegar allir hópar hafa fundið nokkra titla þá útbúið þið einn bekkjarlista sem hægt er að skoða næst þegar ykkur langar til að lesa bók um æsi, jötna og vætti. Ritunarverkefni tengt leirþursunum Þegar þið hafið skapað leirþurs með spennandi persónulýsingu þá parið þið ykkur saman við annan hóp. Þið kynnið ykkar leirþurs fyrir þeim og fáið kynningu hins hópsins á þeirra þurs. Þegar þið hafið kynnst vel þeirra þurs þá veljið þið ykkur eitt af eftirfarandi verkefnum: 1. Ímyndið ykkur að þursarnir tveir fari saman í frí. Setjið ykkur í spor ykkar þurs og skrifið bréf heim þar sem þið lýsið einhverju ævintýri sem þeir hafa lent í á ferðalaginu. 2. Þursarnir tveir læsast inni í leikfangaverslun eftir lokun. Þeir átta sig á því að enginn mun vita af þeim í versluninni fyrr en hún opnar degi seinna. Skrifið stutt leikrit sem gerist í versluninni um kvöldið og um nóttina. 3. Semjið rímnaflæði eða rapptexta sem lýsir því hvernig þursunum tveimur gengur að fóta sig í mannheimum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=