58 59 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 24. Hvernig hjálpuðu skammirnar í Mörtu þeim að komast upp úr sprungunni? Hvað annað hjálpaði þeim? 25. Hvers vegna heldur þú að Marta og Marius hafi ekki viljað leira í lok sögunnar með Þór? Eftir lestur - hópverkefni Ræðið eftirfarandi í litlum hópum: • Marta er oft mjög úrræðagóð. Rifjið upp að minnsta kosti eitt dæmi í bókinni sem sýnir það. • Marius er skipulagður í hugsun og beitir rökhugsun þegar hann leysir verkefni. Rifjið upp að minnsta kosti eitt dæmi í bókinni sem styður það. • Marius er að passa litla bróður sinn í sögunni. Stundum finnst honum það erfitt þrátt fyrir að þykja mjög vænt um bróður sinn. Setjið ykkur í hans spor og finnið þrenns konar rök fyrir því að það er gott fyrir eldra systkin að passa það yngra. • Og þrenn rök fyrir því af hverju það getur verið bagalegt eða erfitt. • Greipa vill hefna dauða systur sinnar og föður. Hvað merkir það að hefna einhvers? Getið þið nefnt einhver dæmi? Finnst ykkur það einhvern tímann réttlætanlegt að leita hefnda? Af hverju/Af hverju ekki?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=