Varúð - verkefnabók

40 41 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Heimsókn á galdasýningu Í Hólmavík er að finna Galdrasýningu á Ströndum, sem fjallar um galdrafárið á Íslandi, galdur og þjóðsögur honum tengdum. Ef þið eigið leið hjá er tilvalið að skoða hana. Já OK – hlaðvarp Villi Neto og Fjölnir Gíslason halda úti hlaðvarpi sem heitir Já OK, þættirnir voru unnir í samvinnu við Rúv núll á sínum tíma en eru núna aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Í einum þættinum ræddu þeir við sagnfræðinginn Magnús Rafnsson um Galdrasýninguna á Ströndum, galdrafárið, rúnir, þjóðsögur tengdar göldrum og margt fleira. Athugið að sumar lýsingarnar í þættinum eru svolítið óhugnalegar! • Spáum í orðin - keppni Reynið að finna eins mörg orð og þið getið á 3 mínútum sem byrja á inni- van- eða ó- t.d. Inniköttur, vanmeta, órólegur. Þið getið verið 3-4 saman og einn er tímavörður. Þið skrifið eins mörg orð og þið getið í rammana og ekki láta hin sjá hvað þið skrifið. Svo teljið þið orðin eftir 3 mínútur. Hver fann flest orðin? Hver fann flest orð sem byrja á inni- , van- eða ó-? Inni- Van- Ó- inniköttur vanmeta órólegur Hugmynd fyrir skólahópa Hugmynd fyrir skólahópa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=